VI.

Þetta eru synir Rúben frumgetna sonar Ísraels því hann var fyrsti son Ísraels. [ En sökum þess að hann saurgaði síns föðurs sæng varð hans frumtign gefin sonum Jósefs sonar Ísrael og hann var ekki reiknaður fyrir þann hinn frumgetna. En Júda sem var megtugur á meðal sinna bræðra, honum var gefið höfðingjadæmið fram fyrir hinn, en Jósef frumtignin. [ Svo eru nú synir Rúben þess fyrsta sonar Ísrael: Hanok, Pallú, Hesróm og Karmí.

Og sonur Jóel var Semaja, hans son var Góg, hans son var Semeí, hans son var Míka, hans son var Neaja, hans son var Baal, hans son var Beera hvern að Tíglat Pilnesser kóngurinn af Assyria flutti í burt hertekinn. [ Og hann var einn höfðingi meðal þeirrar Rúbens ættar. En hans bræður eftir þeirra kynslóð, þá þeir voru reiknaðir á meðal sinna ættmanna, þá höfðu þeir Jeíel og Sakaría til höfðingja. Og Bela sonur Asan, sonar Sema, sonar Jóel sem bjó í Aróer og allt inn til Nebó og Baal Meon og hann bjó í móti austri allt til að kemur að þeirri eyðimörku sem liggur að vatni Euphrates. Því að þeirra kvikfé var mikið í Gíleaðlandi. Og þeir færðu stríð á móti þeim Hagarenis í tíð Saul svo að þeir Agareni féllu fyrir þeirra höndum og þeir bjuggu í þeirra tjaldbúðum í öllum eystra parti af Gíleað.

Og synir Gað bjuggu þvert yfir frá þeim í landi Basan inn til Salka. [ Jóel inn yppasti og Safan þar næst, Jaenaí og Safat í Basan. Og þeirra bæður eftir þeirra feðra húsi voru Míkael, Mesúllam, Seba, Jóraí, Jaekan, sjá, og Eber, þeir sjö. Þessir eru synir Abíhaíl sonar Húrí, sonar Jaróa, sonar Gíleað, sonar Míkael, sonar Jesísaí, sonar Jahdó, sonar Bús. Ahí son Abdíel, sonar Gúní, hann var hinn yppasti í þeirra feðra húsi. Og þeir bjuggu í Gíleað út í Basan og í þeirra þorpum og í öllum forstöðum Saron inn til þeirra endimarka. Þessir voru allir taldir á dögum Jótam Júdakóngs og Jeróbóam Ísraelskóngs. [

Synir Rúben og Gað og hálf ætt Manasses, þeir voru stríðsmenn og höfðu bæði skjöld og sverð, kunnu og að spenna boga og voru mjög vopnkænir. [ Þessir voru fjórar og fjörutígir þúsundir sjö hundruð og sextígi þeir sem færir voru að fara í bardaga. Þessir drógu út til bardaga í móti þeim Hagarenis en þeim komu til hjálpar Jetúr, Nafes og Nódab. Og Hagareni féllu í þeirra hendur og alir þeir sem voru með þeim. Því þeir hrópuðu til Guðs í bardaganum og hann bænheyrði þá því þeir treystu upp á hann. Og þeir tóku þeirra kvikfé, fimm þúsund úlfalda, tvö hundruð og fimmtígi þúsundir sauða, tvö þúsund asna og hundrað þúsund mannasálir. Því þar féllu margir sárir því að það var Guðs bardagi. Og þeir bjuggu í þeirra stöðum allt til þess að þeir voru [ herleiddir.

En hálf ætt Manassessona bjó í landinu frá Basan og allt til Baal Hermon og Senír og að fjallinu Hermon og þeir voru margir. [ Og þessir voru höfðingjar fyrir þeirra feðra húsum: Efer, Jeseí, Elíel, Asríel, Jeremía, Hódavja og Jahdíel. Þetta voru voldugir magtarmenn og nafnkunnugustu höfðingjar í þeirra feðra húsum. En þá þeir syndguðust í móti þeirra feðra Guði og frömdu hóranir með fólksins afguðum í landinu hverja Guð hafði þó eyðilagt fyrir þá þá uppvakti Guð Israelis anda Púel hver að var kóngur í Assyria og anda Tíglat Pilnesses kóngsins af Assyria og þeir burtfluttu sonu þeirra Rúben, Gað og þá hálfa Manasses ætt og fluttu þá til Hala og Habór og Harar og til þess vatsins Gósan allt til þessa dags. [