VIII.

Á þeim dögum þá þar var enn margt fólk komið saman og hafði ei matar kallaði Jesús sína lærisveina til sín og sagði til þeirra: [ „Eg kenni aumur á fólkinu því að þeir hafa nú þrjá daga hjá mér verið og hafa ekki til matar haft og ef eg læt þá fastandi frá mér heim fara verða þeir hungurmorða á leiðinni.“ Það sumir voru langt að komnir. Lærisveinarnir svöruðu honum: „Hvaðan töku vær brauð hér á öræfum að vér seðjum þá?“ Og hann spurði þá að: „Hversu mörg brauð þá hafi þér?“ Þeir sögðu: „Sjö.“ Og þá bauð hann fólkinu að skipa sér niður á foldina. Og hann tók þá þau sjö brauðin, þakkaði og braut þau og gaf sínum larisveinum að þeir legðu þau fram og þeir lögðu þau fram fyrir fólkið. Þeir höfðu og fáeina fiska. Hann blessaði þá og bauð þá fram að leggja. En þeir neyttu og urðu mettir. Þeir tóku og upp það yfir var, sjö karfir meður afgangsleifar. Og þeir voru sem etið höfðu nær fjórum þúsundum. Og hann lét þá í burt fara frá sér.

Og strax þá sté hann á skip meður sínum lærisveinum og kom í þær landsálfur er heita Dalmanúta. [ Pharisei gengu út og tóku að hafa spurningar við hann, freistuðu hans og eftir leittu af honum eins teikns af himni. En hann varð þrunginn í sínum anda og sagði: „Til hvers þá sækir þessi kynslóð eftir teikni? Sannlega þá segi eg yður að þessari kynslóð gefst ekkert teikn.“ Og hann forlét þá og sté á skip og fór yfir um aftur.

Þeir höfðu og gleymt að taka brauð meður sér og höfðu ekki nema eitt brauð meður sér í skipinu. [ En hann bauð þeim og sagði: [ „Sjáið til og varið yður við súrdeigi þeirra Phariseis og so við súrdeigi Herodis.“ En þeir hugsuðu allt annað og sögðu hver við annan: „Það er af því að vér höfum engin brauð.“ Og er Jesús fornam það sagði hann til þeirra: „Hvað hugsi þér um það þó þér hafið ekki brauðin? Skynji þér ekkert né undirstandið? Hafi þér enn forblindað yðart hjarta? Hafið þó augu en sjáið eigi og eyru en heyrið eigi. Þér hugsið og eigi þar eftir að eg braut fimm brauð í millum fimm þúsunda. [ Hversu margar karfir fullar með afgangsleifar tóku þér þá upp?“ Þeir sögðu: „Tólf.“ „En þá eg braut þau sjö á millum fjögra þúsunda? Hversu margar karfir fullar með leifar tóku þér þá upp?“ Þeir sögðu: „Sjö.“ Og hann sagði til þeirra: „Hvernin eru þér þá skynsemdarlausir?“

Hann kom og til Betsaída. Og þeir leiddu þá einn blindan mann til hans og báðu hann um að hann tæki á honum. [ En hann tók í hönd hins blinda og leiddi hann út af fyrir utan kauptúnið, spýtti í hans augu og lagði sínar hendur yfir hann og spurði hann að hvert hann sæi nokkuð. En hann leit upp og sagði: „Eg sé mennina sem skógartré væri er þar ganga.“ Þá lagði hann enn aftur sínar hendur yfir hans augu og bauð honum enn upp að líta. Og hann varð so lagfærður að hann sá allt klárlega. Og hann sendi hann so til síns heimilis og sagði: „Gakk eigi inn aftur í kauptúnið, seg það og ei neinum þar inni.“

Jesús gekk og hans lærisveinar inn í eitt kauptún staðarins Cesare Philippi. Og á leiðinni þá spurði hann sína lærisveina að: [ „Hvern segja menn mig vera?“ Þeir önsuðu: „Þeir segja þú sért Jóhannes baptista en aðrir segja þú sért Elías en sumir að þú sért einn af spámönnum.“ Þá sagði hann til þeirra: „En þér, hvern segi þér þá mig vera?“ Þá svaraði Pétur og sagði til hans: „Þú ert Kristur.“ Og hann þaggaði þá að þeir segði það ei neinum út af honum.

Hann tók þá og til að kenna þeim það Mannsins sonur skyldi margt þola og hrakinn vera af öldungunum, höfuðprestum og skriftlærðum og líflátinn vera og á hinum þriðja degi upp að rísa. [ Hann talaði og þessi orð berlega út. Pétur tók þá á höndum og átaldi hann. En hann sneri sér við og leit til sinna lærisveina, hastaði á Petrum og sagði: „Far á bak mér aftur, þú andskoti, því að þú skynjar eigi það guðlegt er heldur það sem líkamlegt er.“

Og að samankölluðu fólkinu samt með hans lærisveinum sagði hann til þeirra: [„Hver hann vill mér eftirfylgja afneiti sá sjálfum sér og taki sinn kross á sig og fylgi mér so eftir. Því að hver hann stundar á að forsvara sitt líf, sá mun því tortýna, og hver hann lætur sitt líf fyrir mínar sakir og evangelii, sá mun varðveita það. Hvað stoðar það manninum þótt hann eignist allan heim og gjörði so þar með glatan sinni sálu? Eður hvað má maðurinn það gefa að hann frelsi sína önd með? En hver hann skammast mín eður minna orða hjá þessari hórdómsins og syndugri kynslóð þann mun Mannsins sonur og forsmá þá hann kemur með sínum englum í dýrð síns föðurs.“ Hann sagði og þá til þeirra: „Sannlega segi eg yður að hér standa nokkrir af þeim hverjir eigi smakka dauðann þar til þeir sjá Guðs ríki með krafti komanda.“