XLII.

Og hann leiddi mig út til hinna yðstu fordyranna mót norðinu, á milli þeirra herbergjanna sem voru gegnt byggingunni, þeirri sem stóð við musterið og lá norðan til við musterið, hver flötur eð var hundrað álna langur í frá því portinu mót norðrinu og fímmtígu álna breiður. Þar voru tuttugu álnir í mót þeim innstu fordyrunum og í mót steingólfinu í þeim yðstu fordyrunum voru þrjátígu álnir, frá því einu horninu til hins annars. Og þar var einn flötur innan til fyrir herberginu, tíu álna breiður fyrir herbergisdyrunum. Þetta lá allt til samans mót norðrinu.

Og ofan yfir þessum herbergjunum voru önnur mjórri herbergi. Því að rúmið á hinu neðsta og á því herberginu sem í miðið stóð var ekki stórt. Því það voru þrjú herbergi að hæð og höfðu þó öngva stólpa líka so sem þeir stólparnir eð fordyrin höfðu heldur voru þau sett hvert ofan á annað.

Og það yðsta fordyrið, utan um það var hlaðið með einum múr hjá hverjum að stóðu herbergin. Hann var fimmtígu álna langur. Og herbergin stóðu hvert eftir öðru, fimmtígu álna að lengd hjá því ysta fordyrinu. En rúmið frammi fyrir musterinu var hundrað álna langt.

Og niðri fyrir herbergjunum var einn flötur móti austrinu á hvern það gengið var af því yðsta fordyrinu.

Og þar voru einnin herbergi upp við múrinn mót austrinu. Þar var og einn flötur frammi fyrir þeim líka so sem fyrir hinum öðrum herbergjunum mót norðrinu. Og allir hlutir voru líka með lengd og breidd og öllu því eð þar var á líka svo sem ofan á hinum öðrum.

Og mót suðrinu voru einnin líka þvílík herbergi meður sínum dyraumbúnaði og fyrir þeim flötnum voru dyrnar mót suðrinu til hverra að gengið var frá þeim múrnum sem liggur mót austrinu.

Og hann sagði til mín: Þau herbergin móti norðrinu og herbergin móti suðrinu og gegnt musterinu þau heyra til helgidóminum í hverjum prestarnir matar neyta nær eð þeir offra Drottni það hið allra heilagasta offrið. Og þar skulu þeir innleggja þær hinu allra heilögustu fórnirnar sem eru mataroffrin, syndaoffrin og sakaroffrin það þar er einn heilagur staður.

Og nær eð prestarnir ganga þangað inn þá skulu þeir ekki ganga út aftur af helgidóminum í þær yðstu fordyrnar heldur skulu þeir þar frammi fyrir leggja af sér sín klæði í hverju þeir hafa þjónað í þau samu herbergin. Því að þeir eru heilagir. Og síðan skulu þeir færa sig aftur í þau önnur sín klæði og ganga so út á meðal fólksins.

Og þá eð hann hafði mælt musterið allt saman innan til leiddi hann mig út að portinu mót austrinu og mælti fr´aþví hinu sama alla vegana um kring. Mót austrinu mælti hann fimm hundruð mælistengur á lengd og hann stikaði so einnin mót norðrinu, fimm hundruð mælistengur að lengd, og líka so mót suðrinu, fimm hundruð mælistendur að lengd, og þá eð hann kom mót vestrinu þá stikaði hann einnin fimm hundruð mælistengur rétt um kring, hvar með það hið heilaga skyldi fráskilið vera frá því hinu óheilaga.