IX.

A, eg vilda eg hefða nóg vatn í mínu höfði og það mínu augu væri ein tárauppspretta so að eg mætti gráta bæði nætur og daga þá hinu í hel slegnu á meðal míns fólks! Eg vilda að eg hefða eitt hreysi á eyðimörkinni, þá skylda eg yfirgefa mitt fólk og fara í burt frá því því að þeir eru ekki utan hórdómsmenn og einn þrjóskusamlegur flokkur. Þeir skjóta ekki utan lygunum með sínum tungum og öngvan sannleika og þeir veita yfirgang í landinu og ganga frá einu ranglætinu til annars og skeyta mér ekki, segir Drottinn.,

Sérhver vari sig við sínum vin og trúi eigi heldur sínum bróður því að einn bróðurinn niðurþrykkir hinn annan og einn vinurinn svíkur hinn annan, einn vinurinn hann prettar hinn annan og talar honum ekki eitt satt orð til. Þeir eru kostgæfir um það hvernin að þeir fái svikið hver annan og það gjörir þeim mein að þeir geta ekki gjört það enn verr. Þar er allavegana ekki utan fláræði á meðal þeirra og fyrir svikræðanna sakir þá vilja þeir ekki þekkja mig, segir Drottinn.

Þar fyrir segir Drottinn Sebaót so: Sjá þú, eg vil smelta þá og reyna þá. Því hvað skal eg annað til gjöra fyrst að mitt fólk það prýðir sig so? Þeirra falslegar tungur eru dauðleg skeyti, meður sínum munni tala þeir vinsamlegana til síns náunga en í hjartanu þá umsitja þeir þann hinn sama. Skylda eg ekki vitja þess á þeim, segir Drottinn, skylda og ekki sála mín hefna sín á svoddan fólki sem þetta er?

Eg hlýt að gráta og kveina upp á hábjörgunum og að átelja mig í hjá fjárhúsunum í eyðimörkinni það þau eru so algjörlega í eyði lögð að þar umgengur enginn lengur og ekki heyra menn þar neitt hljóð fénaðarins, þar eru bæði fuglar loftsins og fénaðurinn allt saman í burtu. [ Og eg vil gjöra Jerúsalem að einnri grjóthrúgu og að einu drekabæli og eg vil í eyðileggja borgirnar Júda so að enginn skal búa þar inni. Hver hann væri nú vitur og léti sér það hjartstætt vera og kunngjörði það hvað er munnur Drottins segir til hans, hvar fyrir að landið mun fordjarfast og í eyðileggjast líka sem önnur óbyggð þar eð enginn umgengur.

Og Drottinn sagði: Þar fyrir að þeir forláta mitt lögmál sem eg gaf þeim og hlýða ei mínu máli og lifa ei þar eftir heldur eftirfylgja sínum sjálfs hjartans hugþokka og Baal svo sem þeirra feður kenndu þeim, þar fyrir segir Drottinn Sebaót, Guð Ísraels so: Sjá þú, eg vil fæða fólk þetta með beiskri grasajurt og gefa því gall að drekka. Eg vil úttvístra þeim á meðal heiðingjanna hverja það hvorki þeir né þeirra feður þekktu og eg vil senda sverðið á bak til við þá þangað til að þeir eru foreyddir.

So segir Drottinn Sebaót: Útvegið og tilsetjið harmakonur að þær komi og sendið eftir þeim sem það vel kunna að harma oss skyndilega so að vor augu megi fljóta í tárum og vorar augnabrár renna í vatni so að menn megi vel herya eitt sárgrætilegt óp í Síon með þessum hætti: „Aví, hvernin erum vér so með öllu í eyði lagðir og til skammar vorðnir? Vér hljótum landið að rýma því að þeir nafa niðurbrotið vora bústaði.“ Svo heyrið nú, þér kvinnur, orðið Drottins og látið yður það málið hans munns í eyrum loða. Kennið yðrum dætrum að gráta og hver kenni annarri harm að bera, einkum so: „Dauðinn er innfalinn um vor vindaugu og kominn í vor herbergi til að drepa börnin á götunni og ungmennin á strætunum.“ So segir Drottinn: Seg þú það mannanna líkamir skulu liggja so sem aðrar taðhrúgur á túnvöllum og so sem heymúgar eftir sláttumanninum þá enginn upptekur.

So segir Drottinn: [ Hinn vísi hrósi sér ekki af sínum vísdómi, hinn öflugi hrósi sér ekki af sínu afli, hinn ríki hrósi sér ekki af sínum ríkdómi heldur hver eð sér vill hrósa hann hrósi sér af því að hann viti og þekki það eg sé Drottinn sá sem að gjörir miskunnsemina, dóminn og réttvísina á jörðu. Því að sovddan þóknast mér, segir Drottinn.

Sjá þú, tíminn kemur, segir Drottinn, það eg mun alla heimsækja, svo þann umskorna sem hinn óumskorna, sem er egypska, Júda, Edóm, Ammónssonu, Móab og alla þá sem búa út í landsálfum eyðimarkarinnar. Því að allir heiðingjar þeir hafa óumskorna yfirhúð en allt Ísraels hús hefur óumskorin hjörtu.