XLII.

Sjá þú, það er minn þjón. [ Eg annast hann og minn sá hinn útvaldi á hverjum mín sála hefur geðþekkni. Eg hefi honum minn anda gefið, hann mun dóm útflytja á meðal heiðinna þjóða. Hann mun hvorki kalla né hrópa og hans traust mun ekki heyrast á strætunum. Þann brákaða reyrlegginn mun hann ekki í sundurmerja og þann líttloganda línkveikinn mun hann ekki útslökkva. Hann mun kenna að halda dóminn með sannleiknum. Hann mun ekki möglunarsamur né hræðilegur vera so að hann á jörðu dóminn uppbyrji og eyjarnar munu eftir hans lögmáli vænta.

So segir Guð Drottinn sá eð himininn skapar og útbreiðir, sá eð jörðina gjörir og hennar ávöxt, sá eð fólkinu því sem þar er upp á andardrátt gefur og andann þeim sem þar upp á ganga: Eg Drottinn hefi kallað þig með réttlæti og hefi tekið þig við þína hönd og bívarað þig og hefi gefið þig til sáttmála meðal fölksins, til ljósins heiðinna þjóða so að þú skalt opna augun blindra og hertekna í burt leiða úr fangelsinu og þá sem þar sitja í myrkrunum í burt úr dýflissunni. [ Eg Drottinn, það er mitt nafn og mína dýrð vil eg öngum öðrum gefa né mitt lof afguðunum. Sjá þú, hvað eftirkomanda er mun eg kunngjöra fyrirfram og hið nýja gjöri eg vitanlegt, áður en það uppgengur þá læt eg yður það heyra.

Syngið Drottni nýjan lofsöng, hans lofstír er allt til veraldarinnar enda. Þeir í sjónum fara og hvað þar er inni, þær eyjarnar og þeir sem þar inni búa. Kallið hátt, þér eyðimerkur og borgirnar þar inni með þorpunum þar sem Kedar býr. Látið þá lofsyngja sem í grjóthellunum byggja og kalla af hæðum fjallanna. Látið þá gefa Drottni dýrðina og hans lof kunngjöra í þeim eyjönum.

Drottinn mun útdraga sem ein hetja, hann mun vandlætið uppvekja sem einn bardagamaður, hann mun gleðjast og fagna, hann mun sína óvini yfirvinna. Eg þegi um stund og em hljóður og aftra mér. Nú vil eg svo hátt hrópa sem sú eð barn fæðir. Eg vil foreyða þeim og uppsvelgja þá alla. Eg vil eyða fjöll og hálsa og allt þeirra gras uppþurrka og vil vatsföllin að eyjum gjöra og stöðuvötnin uppþurrka.

En þá hinu blindu mun eg leiða á þeim vegi sem þeir vita ekki af, eg mun láta þá ganga þann fótstíginn sem þeir þekkja ekki, eg mun fyrir þeim myrkrin að ljósi gjöra og það jafna sem óslétt er. Svodan vil eg þeim gjöra og ekki yfirgefa þá. En þeir sem treysta upp á guðina og segja til þeirra steyptra líkneskjanna: Þér eruð vorir guðir, þeir sömu skulu aftur til baka snúa og til skammar vera.

Heyri, þér hinir daufu, og lítið hingað, þér hinir blindu, so að þér sjáið. [ Hver er so blindur sem minn þjón? Hver er so daufur sem minn [ sendiboði þann eg sendi? Hver er so blindur sem sá hinn fullkomni og so blindur sem þjón Drottins? Þeim er vel mikið prédikað en þeir halda það ekki, þeim er nóg sagt en þeir vilja það ekki heyra. Þó vill Drottinn þeim vel fyrir hans réttlætis sakir og það hann mikli og vegsamlegt gjöri lögmálið. Það sama er eitt rænt og rutlað fólk, þeir eru allir fjötrum vafðir í gröfinni og niðurbyrgðir í myrkvastofunni. Þeir eru að herfangi vorðnir og þar er enginn sá eð þá frelsar, þeir eru í burt ræntir og þar er enginn sá sem segir: Gefið þá aftur.

Hver er sá á meðal yðar sem sér láti slíkt í eyrum loða, sá eð gætir þar að gefi og því hlýði hvað hér eftir á mun koma? Hver hefur yfirgefið Jakob til gripdeilda og Ísrael þeim ránsmönnum? Hefur ekki Drottinn gjört það hið sama móti hverjum að vér höfum syndgast? Og þeir vildu ekki á hans vegum ganga og hlýddu ekki hans lögmáli. Þar fyrir hefur hann úthellt yfir þá grimmd sinnar reiði og öflugum hernaði og hefir so brennt þá alla um kring en þeir formerkja það ekki og kveikt eld um þá en þeir hugsa eigi eftir því.