Þessi er kynkvíslabókin mannsins. Þá Guð skapaði manninn þá gjörði hann hann eftir Guðs mynd. Og hann kallaði [ þau karlmann og kvenmann og blessaði þau og kallaði þau manneskjur, á þeim tíma þá þau voru sköpuð. [

Og Adam var hundrað og þrjátígi ára gamall og hann gat einn son eftir mynd og líking sinni og kallaði hann Set. [ Og hann lifði upp frá því átta hundruð ára og átti sonu og dætur. So að allur hans aldur varð níu hundruð og þrjátígir ára. [ Og hann andaðist.

Set var hundrað og fimm ára gamall þá hann gat Enos. Og hann lifði upp frá því átta hundruð og sjö ár og átti sonu og dætur. So að hans allur aldur varð níu hundruð og tólf ár. [ Og hann andaðist.

Enos var níutígir ára gamall og gat Kenan. Og hann lifði upp frá því átta hundruð og fimmtán ár og átti sonu og dætur. So að hans allur aldur varð níu hundruð og fimm ár. [ Og hann andaðist.

Kenan var sjötígir ára og gat Mahalaleel. Og hann lifði upp frá því áttahundruð og fjórutígir ára og átti sonu og dætur. So að hans allur aldur varð níuhundruð og tíu ár. [ Og hann andaðist.

Mahalaleel var fimm og sextígir ára og gat Jareð. Og hann lifði upp frá því áttahundruð og þrjátígir ára og átti sonu og dætur. So að hans allur aldur varð áttahundruð fimm og níutíu ár. [ Og hann andaðist.

Jareð var hundrað sextígir og tveggja ára gamall og gat Enok. Og hann lifði upp frá því átta hundruð ár og átti sonu og dætur. So að hans allur aldur varð níuhundruð sextígir og tvö ár. [ Og hann andaðist.

Enok hafði fimm um sextugt og gat Matúsala. [ Og sem hann hafði getið Matúsala lifði hann guðlegu líferni þrjú hundruð ár og átti sonu og dætur. Og hans allur aldur varð þrjúhundruð fimm og sextígir ár. Og fyrir sökum þess að hann lifði so guðlegan lifnað þá nam Guð hann í burt og hann varð ekki meir séður.

Matúsala var hundrað sjö og áttatígir ára gamall þá hann gat Lamek. Og hann lifði þaðan í frá sjö hundruð áttatígir og tvö ár og átti sonu og dætur. So að hans allur aldur varð níu hundruð níu og sextígir ár og hann andaðist. [

Lamek hafði hundrað tvö og áttatígir ára og gat einn son og nefndi hann Nóa og sagði: „Þessi skal hugga oss í vorri armæðu og erfiði á jörðunni hverri Drottinn bölvaði.“ Síðan þar eftir lifði hann fimmhundruð níutígir og fimm ár og átti sonu og dætur. So að hans allur aldur varð sjö hundruð sjötíu og sjö ár og hann andaðist. [

Nói var fimm hundruð ára gamall og gat Sem, Kam og Jafet. [