V.

En það skeði þá eð fólkið flykktist að honum til að heyra Guðs orð og hann sjálfur stóð við sjóinn Genesaret og leit tvö skip standa við sjóinn en fiskimennirnir voru stignir af skipi og þvoðu net sín. [ Þá sté hann á eitt skip það sem Símonar var og bað að draga nokkuð frá landi. Hann sat og kenndi fólkinu af skipinu.

Og sem hann gaf upp að kenna sagði hann til Símonar: „Drag þú út á djúpið og leysið net yðar til fiskidráttar.“ Símon svaraði og sagði til hans: „Meistari, í alla nótt höfu vær erfiðað og fengum ekkert. En í þínu orði mun eg mitt net uppleysa.“ Og þá er þeir höfðu það gjört luktu þeir inni mikla mergð fiska og þeirra net rifnaði. Þeir bentu og sínum félögum sem voru á öðru skipinu það þeir kæmi og hjálpuðu þeim. Og þeir komu og hlóðu bæði skipin full so þau sukku að mestu.

Þá Simon Petrus sá það féll hann til knjánna Jesú og sagði: [ „Gakk frá mér, lávarður, því eg em maður syndugur.“ Af því felmtur var yfir hann kominn og yfir þá alla sem með honum voru að þeim fiskidrætti er þeir fengu saman, líka einnin yfir Jacobum og Johannem, sonu Zebedei, lagsmenn Símonar. Og Jesús sagði til Símonar: „Óttast þú eigi því að héðan í frá skalt þú menn veiða.“ Og þeir drógu sín skip að landi og yfirgáfu alla hltui og fylgdu honum eftir.

Það skeði og þá hann var í einni borg og sjá, að þar var maður fullur vanheilsu. [ Og þá hann sá Jesúm féll hann fram á sína ásjónu, bað hann og sagði: „Drottinn, ef þú vilt þá kanntu að hreinsa mig.“ Og Jesús rétti út sína hönd og tók á honum og sagði: „Eg vil, vert hreinn.“ Og jafnskjótt hvarf vanheilsan af honum. Og hann bauð honum að segja það öngvum: „Heldur gakk og sýn þig kennimönnunum og fórna fyrir þinni hreinsan sem Moyses bauð, þeim til vitnisburðar.“

En er hans rykti barst víðara út kom margt fólk saman honum að heyra og að læknast af sínum sóttum. En hann veik sér afvega í eyðimörk og baðst fyrir.

Og það bar til á einum degi er hann sat og kenndi og þar sátu Pharisei og lögspekingar sem komnir voru af öllum kauptúnum úr Galilea og Judea og frá Jerúsalem. Og kraftur Drottins gekk frá honum til að lækna þá. Og sjá, að menn báru þann mann á sæng er iktsjúkur var og sóttu til að koma honum inn og leggja hann fyrir hann fram. [ Og er þeir gátu eigi haft hann inn fyrir fólkinu fóru þeir upp á ræfrið og létu hann síga í sænginni niður um þekjuna mitt á milli þeirra, fram fyrir Jesúm. Og er hann leit þeirra trú sagði hann: „Maður, fyrirgefist þér syndir þínar.“ Skriftlærðir og Pharisei tóku að hugsa með sér og sögðu: „Hver er þessi sem mælir guðlastan? Hver má syndir fyrirgefa nema Guð einn?“

En er Jesús fornam þeirra hugsan svaraði hann og sagði til þeirra: „Hvað hugsi þér vont í yðrum hjörtum? Hvert er auðveldara að segja: Þér eru þínar syndir fyrirgefnar eða að segja: Statt upp og gakk? En so að þér vitið það Mannsins sonur hefur magt til á jörðu að fyrirgefa syndirnar“ sagði hann til hins iktsjúka: „Þér segi eg: Statt upp og tak sæng þína og gakk í þitt hús.“ Og jafnskjótt stóð hann upp þeim ásjáöndum og tók sængina upp þá er hann hafði á legið og gekk í sitt hús, lofandi Guð. Þeim ógnaði öllum og lofuðu Guð og fylltust af ótta og sögðu: „Í dag höfum vær séð undarlega hluti.“

Eftir það gekk hann út og sá þann tollheimtumann er Leví var að nafni, sitjanda við tollbúðina, og sagði til hans: [ „Fylg þú mér eftir.“ Og hann forlét allt, stóð upp og fylgdi honum eftir. Leví gjörði honum mikið heimboð í sínu húsi. Þar var og mikill fjöldi tollheimtumanna og annarra þeirra er meður þeim sátu til borðsins. Pharisei og skriftlærðu mögluðu við hans lærisveina og sögðu: „Því eti þér og drekkið með tolltektarmönnum og bersyndugum?“ Jesús svaraði og sagði til þeirra: „Þeir þurfa eigi læknarans við sem heilbrigðir eru heldur þeir sem sjúkir eru. Því að eigi kom eg að kalla réttláta heldur synduga til iðranar.“ [

En þeir sögðu til hans: [ „Því föstuðu lærisveinar Johannis so oft og báðust fyrir, so og líka Phariseis lærisveinar, en þínir lærisveinar eta og drekka?“ Hann sagði þá til þeirra: „Megi þér nokkuð láta brúðgumans syni fasta á meðan brúðguminn er hjá þeim? En þeir tímar munu koma að brúðgumanum mun frá þeim kippt og þá munu þeir fasta á þeim dögum.“

Og hann sagði í eftirlíkingum til þeirra: [ „Enginn setur bót af nýju klæði á gamalt fat, annars trefur hið nýja það upp og bótin af því inu nýja fellur eigi við hið gamla. Og enginn lætur nýtt vín í forna belgi, annars sprengir hið nýja vín belgina og það spillist en vínbelgirnir tortýnast, heldur skal nýtt vín látast í nýja belgi og mun þá hvorttveggja forvarast. So er og enginn sem drekkur af hinum gamla og vilji strax hið nýja því að hann segir: Hið gamla er betra.“