Ef maður stelur nauti eður sauð og slátrar því eða selur það þá skal hann gjalda aftur fimm uxa fyrir eirn og fjóra sauði fyrir eirn sauð. [

Ef þjófur verður tekinn þá hann brýst í hús og verður hann þar lostinn so hann deyr þá skal enginn blóðdómur ganga yfir vegandann. En ef hann gjörir það að upprunninni sólu þá skal blóðdómur yfir veganda ganga.

Þjófurinn skal skila því aftur. Hafi hann ekkert þá skal hann seljast fyrir sinn stuld. En ef menn finna það þjófstolna lifanda hjá honum, hvort heldur það er naut, asni eður sauður, þá skal hann gefa það tvefalt aftur. Ef nokkur spillir akri eður víngarði og lætur sinn fénað gjöra skaða á annars manns akri þá skal hann bæta skaða aftur af því bestu sem hann hefur á sínum akri eða á sínum víngarði.

Ef eldur kviknar og kemur í þyrna og brennir bindini eða það korn sem enn stendur á akri þá skal sá skaða bæta sem eldinn kveikti.

Ef nokkur selur sínum náunga fé eður ker til varðveislu og verður það stolið frá honum úr hans húsi – hittist þjófurinn þá skal hann tvígjalda það aftur, en finnist þjófurinn ekki þá skal húsbóndinn innleiðast fyrir [ guðina hvort hann hefur ekki lagt sína hönd á eign síns náunga.

Ef nokkur gefur öðrum sök fyrir nokkurskonar órétt, sé það fyrir uxa eða asna eður sauð eða klæði eða fyrir nokkurn annan hlut þann eð horfið hefur, þá skal beggja þeirra málefni koma inn fyrir guðina og hvorn sem guðirnir dæma sakaðan, sá skal tvígilda það aftur sínum náunga.

Ef nokkur maður selur sínum náunga til varðveislu annaðhvort asna, uxa, sauð eður nokkuð annað kvikfé og það deyr fyrir honum eða lestist eða hverfur burt frá honum svo enginn sér það þá skal það koma til eins eiðs fyrir Drottni þeirra á millum að hann hafi ekki lagt sína hönd á eign náunga síns. Og þann eið skal eignarmaðurinn taka og sá annar skal ekki betala það. En ef fé er stolið í burt þá skal hann betala eignarmanninum skaðann. En ef dýr bítur í hel þá skal hann koma þar að vitnum og ekki betala.

Ef maður hefur fé til láns af sínum náunga og það lemst eður deyr so eignarmaðurinn er ekki hjá, það skal hann betala. En sé eignarmaðurinn þar hjá þá skal hann ekki betala það því hann leigði það fyrir sína peninga.

Ef nokkur lokkar eina jungfrú, sem ekki er enn nokkrum manni handfest, og liggur hann hana, þá skal hann gefa henni hennar mund og taka hana sér til eiginkvinnu. [ En vilji hennar faðir ekki gifta honum hana þá skal hann vega henni út so mikið fé sem meyjanna mundur plagar að vera.

Ekki skaltu láta galdrakonu lifa. Hver sem samblandast fénaði hann skal vissilega deyja. [ Hver sem fórnir færir öðrum guðum en alleinasta Drottni hann skal deyðast.

Þú skalt ekki féfletta né undirþrykkja þann útlenda því að þér hafið og verið útlendir í Egyptalandi.

Þér skuluð ekki mein gjöra ekkjum og föðurlausum börnum. [ Ef þú gjörir þeim mein þá munu þau kalla til mín og ég vil bænheyra þeirra kall. Þá mun grimmd mín reiðast so að ég mun ljósta yður í hel með sverði og mun ég láta yðar kvinnur verða ekkjur og yðar börn föðurlaus.

Ef þú lánar mínu fólki peninga því sem fátækt er hjá þér þá skaltu ekki þrengja því til skaða eða leggja nokkurt okkur uppá það.

Ef þú tekur klæði í veð af þínum náunga þá fá þú honum það aftur fyrir sólarfall því að hans klæði er alleinasta hulning hans líkama sem hann sefur í. [ Sé það so að hann kallar til mín þá skal ég heyra hann því að ég er miskunnsamur.

Þú skalt ekki guðönum böls biðja og ekki lasta höfðingjann á meðal þíns fólks. [ Þínar tíundir og fyrstu fórnir skaltu ekki láta undan dragast.

Þú skalt gefa mér þinn frumgetinn son. Það sama skaltu og gjöra af þínum nautum og sauðum. Sjö daga skal það vera hjá sinni móður en þann áttunda dag skaltu gefa mér það.

Þér skuluð vera eitt heilagt fólk fyrir mér. [ Þar fyrir skulu þér ekkert kjöt eta sem slitið er af dýrum á akrinum heldur kastið því fyrir hunda.