XI.

Salómon kóngur elskaði margar útlenskar kvinnur, dóttir pharaonis og af Moabitis, af Ammonitis, af Edomitis, af Zidonitis og af Hethitis, um hvers háttar fólk þó að Drottinn hafði sagt til Ísraelssona: [ „Gangið ekki til þeirra inn og látið þær ekki koma til yðar. Þær munu vissulega snúa yðrum hjörtum eftir sínum guðum.“ En til þessara varð Salómon upptendraður með ástarelsku. Og hann hafði sjö hundruð eiginkonur og þrjú hundruð frillur. [ Og hans kvinnur sneru hans hjarta.

Og þá hann var orðinn gamall sneru hans kvinnur hans hjarta afvega eftir annarlegum guðum so að hans hjarta var ekki algjört með Drottni, hans Guði, so sem hjarta hans föður Davíðs. So gekk Salómon eftir Astarót sem var skúrgoð þeirra Sidoniter og eftir Mólek, þeirra Ammoríta svívirðing. Og Salómon gjörði það sem Drottni illa líkaði og eftirfylgdi ekki Drottni svo fullkomlega sem hans faðir Davíð. [ Þá byggði Salómon eitt hof Kamos, Moabitis svívirðingu, á því fjalli sem liggur gegnt Jerúsalem og Mólek, skúrgoði Ammónssona. Með sama hætti gjörði Salómon öllum sínum útlenskum kvinnum hverjar reykelsi gáfu og fórnir færðu sínum afguðum.

Og Drottni mislíkaði mjög við Salómon að hann sneri sínu hjarta frá Drottni, Ísraels Guði, sem þó tvær reisur hafði birst honum og bauð honum að hann skyldi ekki ganga eftir annarlegum guðum. En hann hélt þó ekki það sem Drottinn bauð honum. Og því sagði Drottinn til Salómons: „Fyrir þá skuld að soddan er skeð hjá þér og þú hefur ekki haldið minn sáttmála og mín boðorð sem eg hefi boðið þér þá vil eg og slíta kóngsríkið frá þér og gefa það þínum þénara. En þó vil eg ekki gjöra það á þínum dögum fyrir sökum þíns föðurs Davíð en af þíns sonar hendi vil eg slíta það. [ Þó vil eg ekki slíta allt ríkið í burt. Eina kynkvísl vil eg gefa þínum syni fyrir sökum míns þénara Davíðs og svo sökum Jerúsalem hverja eg hefi útvalið.“

Og Drottinn uppvakti Salómoni einn mótstöðumann, Hadad af Edóm. [ Hann var af kónglegu sæði sem var í Edóm. Því að í þann tíma sem Davíð var í Edóm og Jóab hershöfðingi fór upp að jarða þá sem slegnir voru þá drap hann allt mannkynið í Edóm. Því Jóab og allt Ísraelsfólk var þar í sex mánuði, svo lengi sem hann fengi upprætt allt kallkyns í Edóm. Þá flýði Hadad og nokkrir af þeim Edomitis, hans föðurs þénarar, með honum að þeir kæmi til Egyptalands. En Hadad var einn ungur maður. Og þeir tóku sig upp frá Madían og komu til Paran og tóku með sér fólk af Paran og komu í Egyptaland til faraó kóngs af Egyptalandi. Og hann gaf honum herbergi og hélt honum borð og hann gaf honum eitt land.

Og Hadad kom sér í mikinn kærleika við faraó svo hann gifti honum systur sinnar kvinnu Tapenes drottningar. Og Tapenes systir fæddi honum Genúbat, hans son. [ Og Tapenes fóstraði hann upp í pharaonis húsi og Genúbat var í pharaons húsi meðal pharaonis sona. En sem Hadad spurði í Egyptalandi að Davíð var sofnaður með sínum feðrum og að Jóab hans hershöfðingi var og dauður þá sagði hann til pharaonis: „Leyf mér að fara í mitt land.“ En pharao sagði til hans: „Hvað vantar þig hjá mér að þú vilt fara í þitt land?“ Hann svaraði: „Ekkert vantar mig en lát mig fara.“

Guð uppvakti og so Salómoni einn mótstandara Resón son Eljada sem flúið hafði frá sínum herra Hadadeser kónginum af Sóba. [ Og hann safnaði mönnum í móti honum og varð einn höfuðsmann fyrir stríðsfólkinu þá Davíð sló þá í hel og þeir fóru til Damasco og bjuggu þar og ríkti í Damasco. Og hann var Ísraels mótstandari so lengi sem Salómon lifði. Það er sá skaði sem Hadad leið og því hafði hann síðan allar stundir hatur til Ísrael og var kóngur yfir Syria.

Svo og Jeróbóam son Nebat sem var Ephrateus af Sareda, Salómons þénari. [ Og hans móðir hét Serúga og var ein ekkja. Hann upplyfti og sinni hönd móti kónginum. en það var sökin því hann uppreisti sig í móti kónginum að þá Salamón byggði Milló þá tillukti hann Davíðs síns föðurs stað. Og Jeróbóam var einn góður stríðsmann. Og sem Salómon sá að þessi sveinn var duganlegur þá setti hann hann skattahöfðingja yfir allt Jósefs hús.

Og það skeði svo á þann tíma að Jeróbóam gekk út af Jerúsalem. Þá kom Ahía spámaður af Síló til hans á veginum og hafði einn einn nýjan kyrtil yfir sér og þeir voru báðir einir saman á akri. [ Og Ahía tók þann nýja kyrtilinn sem hann hafði yfir sér og reif hann í tólf parta og sagði til Jeróbóam: „Tak þá tíu parta til þín því so segir Drottinn, Ísraels Guð: Sjá, eg vil rífa kóngsríkið af Salómons hendi og gefa þér þær tíu ættir. En hann skal hafa eina kynkvísl sökum míns þénara Davíðs og vegna borgarinnar Jerúsalem sem eg útvaldi af öllum Ísraels ættum. [ Sökum þess að þeir hafa forlátið mig og tilbeðið Astarót og afguð Sidoniorum, Kamos Móabíta afguð og Mólek Ammónsona afguð og hafa ekki gengið í mínum vegum að gjöra hvað mér var þægilegt, að halda mín boðorð og réttindi so sem Davíðs hans faðir.

Eg vil ekki taka allt ríkið af hans hendi heldur vil eg gjöra hann að höfðingja alla hans lífsdaga fyrir skuld Davíðs míns þénara hvern eg útvalda hver að hélt mín boð og réttindi. [ Af hans sonar hendi vil eg kóngsríkið taka og gefa þér tíu ættir en hans syni eina kynkvísl so að Davíð, minn þénari, hafi ætíð eitt ljós fyrir mér í Jerúsalemborg hverja eg útvaldi mér svo að eg setji þar mitt nafn.

En þig vil eg nú taka að þú skalt stjórna yfir allt það sem þitt hjarta hefur girnd á og þú skalt vera kóngur yfir Ísrael. [ Ef þú hlýðir nú öllu því sem eg býð þér og gengur í mínum vegum og gjörir það sem mér er þægilegt svo að þú haldir mín réttindi og boðorð so sem Davíð minn þénari gjörði þá vil eg vera með þér og byggja þér eitt staðfast hús sem eg byggða Davíð. Og eg vil gefa þér Ísrael og eg vil niðurþrykkja Davíðs sæði þess vegna en þó ekki eilíflega.“

Og Salómon leitaðist við að drepa Jeróbóam. Þá tók Jeróbóam sig upp og flýði í Egyptalandi til Sísak kóngsins í Egyptalandi og var í Egyptalandi allt til dauða Salomonis. [

En hvað sem meira er að segja um Salómon og allt hvað hann hefur gjört og hans speki, það er skrifað í Kroníku Salomonis. En sá tími sem Salómon ríkti í Jerúsalem yfir allan Ísrael, það voru fjörutígi ár. [ Og Salómon sofnaði með sínum feðrum og var jarðaður í borg síns föðurs Davíðs. Og hans son Róbóam tók kóngdóm eftir hann.