CXXII.

Lofsöngur í hákorninu.

Af því þá gleð eg mig það til mín er sagt: „Vér skulum innganga í [ hús Drottins“

og það vorir fætur munu standa í þínum fordyrum, Jerúsalem.

Jerúsalem er uppbyggð það hún sé ein borg þar eð menn eiga til samans að koma,

þar eð kynkvíslirnar skulu uppganga, einkum kynkvíslir Drottins, tl að prédika Ísraelsfólki, til að þakka nafninu Drottins.

Því að þar í þeim stað sitja dómstólarnir, stólarnir hússins Davíðs.

Óskið Jerúsalem þess sem gæfusamlegt er, það þeim gengi vel sem elska þig.

Friður þá sé hið innra innan þinna múrveggja og gæfa í þínum herbergjum.

Fyrir minna bræðra og náunga sakir vil eg þér [ friðarins biðja.

Fyrir hússins sakir Drottins Guðs vors vil eg leita þíns besta.