XI.

Þetta er það orð sem skeði af Drottni til Jeremía og sagði: [ Heyrið orðin þessa sáttmálans so að þér segið þau þeim í Júda og þeim borgarmönnum til Jerúsalem og segið til þeirra: So segir Drottinn Ísraels Guð: Bölvaður sé sá sem ekki hlýðir orðum þessa sáttmálans hvern að eg bauð yðar forfeðrum á þeim degi þá eg útleidda þá af Egyptalandi, af þeim járnofninum, og sagði: [ „Hlýðið minni raust og gjörið so sem eg hefi boðið yður, þá skulu þér vera mitt fólk og eg vil yðar Guð vera so að eg megi halda þann eið sem eg hefi svarið yðar forfeðrum að gefa þeim eitt land þar eð mjólk og hunang inni flýtur“ líka sem að það stendur enn í dag. Eg svaraði og sagði: „Drottinn, já, það ske og so.“

Og Drottinn sagði til mín: Prédika þú öll þessi orð í stöðunum Júda og á strætunum til Jerúsalem og seg þú: Heyrið þau orðin þessa sáttmálans og gjörið þar eftir. Því að eg vitnaði fyrir yðar forfeðrum í frá þeim degi er eg útleidda þá af Egyptalandi, allt til þessa dags, og vitnaði það sama iðuglegana og sagði: „Hlýðið minni raust“ en þeir hlýddu ei og þeir hneigðu ei heldur sín eyru þar að heldur gekk hver einn eftir sínu vondu hjartans hugboði. Þar fyrir vil eg og einnin láta ganga yfir þá öll orðin þessa sáttmálans sem eg hefi boðið að halda og þeir hafa þó ekki þar eftir gjört.

Og Drottinn sagði til mín: Eg veit vel hvernin það þeir í Júda og þeir í Jerúsalem sambinda með sér, það þeir snúa sér burt til þeirra syndanna sinna fyrru forfeðra, þeir sem ekki vildu heldur hlýða mínum orðum og eftirfylgdu einnin annarlegum goðum og þjónuðu þeim. Líka svo hefur húsið Ísrael og það húsið Júda alla tíma brötið minn sáttmála þann eg gjörði við feður þeirra. Þar fyrir, sjá þú, segir Drottinn, eg vil láta yfir þá ganga eina ógæfu hverja þeir skulu ekki umflúið geta. Og nær eð þeir kalla til mín þá vil eg ekki bænheyra þá. Af því þá láttu staðina í Júda og borgarmennina í Jerúsalem ganga í burtu og kalla til þeirra goðanna fyrir hverjum þeir veifuðu reykelsinu, en þeir munu ekki hjálpa þeim í þeirra ánauð.

Því að þú, Júda, hefur so marga guði sem þú hefur staðina og so mörg stræti sem þar eru í Jerúsalem so mörg skammarleg altari hafi þér þar uppreist til að veifa reykelsinu fyrir Baal. [ Af því bið þú ekki fyrir þessu fólki og gjör öngva grátbeiðni eður bænastað fyrir þeim það eg vil ekki heyra þá nær eð þeir kalla til mín í sinni ánauð. Hvað hafa þeir mínir [ vinir að gjöra í mínu húsi? Þeir fremja allan strákskap og meina að það hið heilaga kjötið skuli taka það i burt frá þeim og nær eð þeir gjöra illa þá gleðja þeir sig þar út af.

Drottinn hann kallaði þig eitt grænt, blómgað, ávaxtarsamlegt viðsmjörsviðartré en nú hefur hann uppkveikt einn [ eld um það hið sama með miklu manndrápsherópi so að þess greinar skulu fordjarfast. Því að Drottinn Sebaót sem þig gróðursetti hann hefur hótað þér einnri ógæfu fyrir illsku sakir hússins Ísraels og hússins Júda sem þar fremja, það þau reita mig til reiði meður því reykelsisoffri sem þeir offra fyrir Baal.

Drottinn opinberaði mér þetta so að eg veit það og undirvísaði mér þeirra ástundan, þessa að þeir vildu leiða mig út á blóðvöllinn sem annað meinlaust lamb. [ Því að eg vissa það ekki að þeir höfðu samtekið sín ráð á móti mér og sagt: „Látum oss fordjarfa það tréð með sínum ávexti og uppræta hann í burt úr landinu lifandi manna so að hans nafn skuli aldregi meir hugleitt verða.“ En þú, Drottinn Sebaót, þú réttvísi dómari, þú sem prófar nýrun og hjörtun, láttu mig sjá þína hefnd á þeim því að eg hefi þér á hendur falið mitt málefni.

Þar fyrir segir Drottinn so í móti þeim mönnum í Anatót sem leita eftir þínu lífi og segja: „Spáðu oss ekki neins í nafni Drottins utan þú viljir deyja fyrir vorum höndum“, þar fyrir segir so Drottinn Sebaót: Sjá þú, eg vil heimsækja þá, þeirra styrkvir æskumenn skulu í hel slegnir verða með sverði, synir þeirra og dætur skulu deyja af hungri so að enginn skal eftir vera af þeim. Því að eg vil láta ógæfuna ganga yfir mennina í Anatót á ví árinu nær eð þeirra mun vitjað verða.