VIII.

Synir Ísaskar voru þeir Tóla, Púa, Jasúb og Simron, þeir fjórir. [ En synir Tóla voru Úsí, Refaja, Jeríel, Jahemaí, Jebsam og Samúel, höfðingjar í þeirra feðra húsi af Tóla. Og hið voldugasta fólk í þeirra ætt voru taldir á Davíðs dögum tvær og tuttugu þúsundir og sex hundruð. Synir Úsí voru Jesraja. En synir Jesraja voru Míkael, Óbadía, Jóel og Jesía, þeir fimm, og voru allir höfðingjar. En með þeim á meðal þeirra ættar í þeirra feðra húsi voru sex og þrjátígi þúsundir, það fólk sem var fært í stríð. Því að þeir höfðu margar kvinnur og börn. Og þeirra bræður af öllu Ísaskar slekti, hraustir bardagamenn, voru sjö og áttatígi þúsundir og voru allir reiknaðir.

Synir Benjamín voru Bela, Beker og Jedíael, þeir þrír. [ En synir Bela voru Esbón, Úsí, Úsíel, Jerímót og Írí, þeir fimm höfðingjar í feðranna húsi, voldugt fólk. Þeir voru reiknaðir tvær og tuttugu þúsundir fjórir og þrjátígi. Synir Beker voru Semíra, Jóas, Elíesser, Elíóenaí, Amrí, Jeremót, Abía, Anatót og Alamet. Þessir allir voru synir Beker. Og þeir voru reiknaðir í þeirra ætt eftir höfuðsmönnunum í þeirra feðra húsi tuttugu þúsundir og tvö hundruð ágætt stríðsfólk. En synir Jedíael voru þessir: Bílhan. Synir Bílhan voru Jehús, Benjamín, Ehúð, Knaena, Setan, Tarsis og Ahísaar. Þeir voru allir synir Jedíael, höfuðsmenn í þeirra feðra húsi, hraustir stríðsmenn, seytján þúsundir og tvö hundruð bardagamenn. En Súpím og Húpím voru synir Ír og Húsím var son Aher.

Synir Neftalí voru Jahsíel, Gúní, Jeser og Sallúm, synir Bíla. [

En synir Manasses eru þessir: [ Esríel sem hans frilla fæddi honum, Aramía að nafni, hann gat Makír, föður Gíleað. Og Makír gaf Húpím og Súpím kvinnur. Hans systir hét Maeka. Hans annar son hét Selafehað. Og Selafehað hafði dætur. Og Maeka hústrú Makír fæddi einn son. Þann kallaði hún Peres og hans bróðir hét Sares, hans synir voru þeir Úlam og Rakem. Og sonur Úlam var Bedan. Þessir voru synir Gíleað sonar Makír, sonar Manasses. Og hans systir Móleket fæddi Íshúd, Abíeser og Mahela. Og Semída átti þessa sonu: Ahean, Síkem, Líkí og Aníam.

Þessir voru synir Efraím: [ Sútela. Hans son var Bered, hans son var Tahat, hans son var Eleada, hans son var Tahat, hans son var Sabad, hans son var Sútela, hans synir voru Eser og Elead. En þeir menn í Gat, landsins innbyggjarar, slógu þá í hel því að þeir voru til samans útfarnir að taka þeirra kvikfé. Og Efraím þeirra faðir syrgði þá lengi og hans bræður komu og hugguðu hann. Eftir það kenndi hann sína kvinnu og hún varð þunguð og fæddi einn son. Þann kallaði hún Bría því að það gekk illa til í hans húsi. [ Hans dóttir var Seera. Hún byggði upp það neðsta og efsta Bet Hóron og Úsen Seera. Hennar synir voru Refat og Resef. Hans son var Tela, hans son var Tahan, hans son var Laedan, hans son var Amíúd, hans son var Elísama, hans son var Nún, hans son var Jósúa. [

En þeirra eign og heimili var Betel með sínum dætrum austur að Naeram og Geser með hennar dætrum í mót vestri og Sekem og hennar dætur inn til Asa og hennar dætur. Og hjá Manassessonum Bet Sean og hennar dætur, Taenak og hennar dætur, Megiddó og hennar dætur, Dór og hennar dætur. Út í þessum borgum bjuggu synir Jósef, sem voru synir Ísrael.

Synir Asser voru þessir: [ Jemna, Jesva og Jesvaí, Bría og þeirra systir Sera. Synir Bría voru Heber og Malkíel, hann er faðir Birsavít. Og Heber gat Jaflet, Sómer, Hótam og Súa þeirra systir. Synir Jaflet voru Passa, Bímehal og Assvat, það voru synir Jeflet. Synir Sómer voru Ahí, Rahga, Jehúba og Aram. Og synir Helem hans bróður voru Sófa, Jemna, Seles og Amal. Synir Sófa voru Súa, Harnefer, Súal, Berí, Jemra, Beser, Hód, Sama, Silsa, Jetran og Beera. Synir Jeter voru Jefúnne, Pispa og Ara. Synir Úlla voru Ara, Haníel og Risja. Þessir allir voru synir Asser, útvaldir höfðingjar í þeirra feðra húsi, megtugir menn og hertugar yfir höfðingjunum, og voru reiknaðir að tölu þeir sem herfærir voru sex og tuttugu þúsundir manna.