XVIII.

En þínir heilagir höfðu eitt ljós og óvinirnir heyrðu þeirra hljóð en þeir sáu ei þeirra mynd. Og þeir lofuðu það að þeir liðu ekki slíkt og þeir þökkuðu það að þeir hinir sömu sem fyrr höfðu skaða af þeim fengið hefndu sín ekki á þeim og óskuðu að þeir mættu vera langt frá þeim. [ Þar á móti gafstu þessum einn eldlegan stólpa sem þeim vísaði ókunnigan veg og þú lést sólina ekki skaða þá á þeirri dýrðlegri reisu.

Því að hinir voru og þess verðugir að þeir skyldu ljósið missa og liggja fjötraðir í myrkrinu svo sem í annarri myrkvastofu, þeir sem héldu þín börn hertekin, fyrir hver það óforgengilega lögmálsins ljós skyldi heiminum gefið verða. Og þá þeir þenktu börn þeirra heilögu að drepa (og [ eitt af þeim sem út var borið og þeim til straffs varðveitt) þá tókstu þeirra fjöldann barna í burt og þú fordjarfaðir þá í einu miklu vatni.

Sannlega, sú sama nótt varð áður kunngjörð vorum feðrum so að þeir væri óefaðir og gleddu sig af því fyrirheiti hverju þeir trúðu. Og þitt fólk beið eftir hjálpræði réttlætisins og fordjörfun óvinanna. Því að eins so þann tíð þá þú straffaðir óvinina þá gjörðir þú oss dýrðlega hverja þú til þín kallaðir. [ Og þá þau heilögu börn þeirra réttlátu offruðu þér heimuglega og höfðu það guðdómlega lögmál einhugaðir um hönd þá meðtóku þeir það svo sem heilagir og að líða bæði illt og gott til samans og feðurnir sungu lofsönginn fyrir þér.

En hér í móti hlýddi óvinanna óp langtum öðruvís og menn heyrðu hörmungargrát aftur og fram yfir börnunum. [ Því þar gekk eins hefnd bæði yfir herrana og sveinana og kóngurinn hlaut að líða líka sem alþýðan. Og þeir höfðu allir í sérhverjum stað óteljanlegan fjölda dauðra manna sem dóu af einu sóttarferli so að þeir liföndu fengust ekki til að greftra þá. Því að á einum tíma fyrirfórst þeirra besti burður. Og þá þeir vildu ei trúa fyrri þá þeir voru af galdramönnum forhindraðir þá urðu þeir að meðkenna þegar allir frumburðir urðu drepnir að þetta fólk sé Guðs börn.

Því að þá allir hlutir voru kyrrir og hvíldust og þar var rétt miðnættistíð þá fór þitt almáttugt orð ofan af himnum, frá því kónglega tignarsæti, líka sem hugaður stríðsmaður mitt í það landið sem fordjarfað skyldi verða, sem var það bitra sverð sem hafði alvarlegan boðskap, stóð og fyllti allavegana með dauða líkami. Og þó að það stæði á jörðunni þá náði það þó allt í himininn. Þessi sýn hræðilegs draums fældi þá fljótlega og þar kom óforvarandis ótti yfir þá og hér lá einn, annar þar, hálfdauður, svo að menn kunnu vel að merkja á honum af hverju efni hann svo andaðist. Því að þeir draumar sem þá höfðu áður hrædda gjört vottuðu það hvar fyrir þeir voru so illa plágaðir so að þeir skyldu ekki án viðvörunar fordjarfast.

Í þann tíma kom og dauðans freisting yfir þá réttlátu og þar varð eitt skarð í mannfjöldann í eyðimörkinni en sú reiði varði ekki lengi. [ Því sá óstraffanlegi maður sem stríddi fyrir þá kom strax með vopn sins embættis, sem var bænin og forlíkunin með reykelsi, og stóð í móti reiðinni og gjörði einn enda á hörmunginni. Þar með auðsýndi hann sig að vera þeim þénara. Hann yfirvann það hræðilega athæfi ei með holdlegri magt, ei heldur með styrkleik vopnanna heldur með orðinu varpaði hann plágaranum undir sig þá hann framsetti þann eið og sáttmála sem feðrunum var fyrirheitið. [ Því að þá þeir dauðu féllu nú hrönnum hver um þveran annan þá stóð hann í milli og stillti reiðina og bannaði honum veginn til þeirra liföndu. Því að í hans síða kyrtli var öll heimsins prýði og feðranna heiður var útgrafinn í þeim fjórum röðum steinanna og þín dýrð á hans höfuðklæði. Fyrir slíkum hlutum hlaut fordjarfarinn að víkja og slíkt hlaut hann að óttast. Því að það nægðist að það var freisting reiðinnar.