IIII.

Svo áminni eg yður nú, eg bandingi í Drottni, að þér gangið svo sem heyrir yðvari kallan þar þér eruð innikallaðir, meður öllu lítillæti og hógværi og með þolinmæði. [ Og umlíðið hver annan í kærleika og verið kostgæfnir að halda eindrægni í andanum fyrir band friðarins. Einn líkami og einn andi, sem sem þér eruð kallaðir upp á eina von yðrar kallanar. Einn Drottinn, ein trúa, ein skírn, einn Guð og faðir (vor) allra, sá sem að er yfir yður öllum og fyrir yður öllum og í yður öllum.

En einum sérhverjum vorum er gefin náð eftir mæling gjafar Christi. Hvar fyrir að hann segir: „Hann er uppfarinn í hæðina og hefur [ herleiðingina að herfangi tekið og mönnum gáfur gefið.“ En það hann er uppfarinn, hvað er það utan það hann er áður niðurstiginn í hinar yðstu álfur jarðar? Sá er niður er stiginn hann er sá sami sem upp er farinn yfir alla himna upp á það hann alla hluti uppfylldi.

Og suma hefur hann sett til postula en suma til spámanna, suma til guðsspjallara, suma til hirðara og lærifeðra, svo að hinir heilögu sé tilreiddir í verk þess embættis þar sem líkami Christi verður upp á byggður, þar til vér komum allir í eindrægni trúarinnar og viðurkenningu Guðs sonar og fullgjörður maður verðum, sá hann er í mæling fullkomins aldurs Christi, so að vér séum eigi lengur börn og látum hræra oss og feykja af allsháttuðum vindi lærdómsins fyrir prettskap og undirhyggju mannanna þar með þeir ástunda oss að villa.

Verum heldur sannleiknum eftirfylgjandi í kærleikanum og vöxum í öllu á honum sem að er höfuðið, Christus, á hverjum allur líkaminn samtengist og einn limur á öðrum hengur fyrir alla liðu, hvar af hver öðrum hjálp veitir eftir verki hvers og eins liðsins í sinn máta, og gjörir það að líkaminn vex til sinnar eiginnar betrunar og það allt í kærleika. [

So segi eg nú og vitna í Drottni að þér gangið eigi lengur so sem að hinir aðrir heiðingjar, í hégómleik síns hugskots, hverra hugskot formyrkvað er og eru annarlegir frá því lífi sem af Guði er fyrir þá fávisku sem í þeim er, fyrir blindleik sjálfs þeirra hjarta, hverjir vonarlausir eru og sig gáfu í lausung og frömdu allsháttaðan óhreinleik með ágirni. En þér hafið ekki so numið Christum ef þér hafið annars af honum heyrt og eruð í honum lærðir, hversu það sannindin eru í Jesú.

So afleggið í frá yður eftir fornri breytni hinn gamla mann sem sig fordjarfar í girndum villudómsins. En fornýið yður í anda yðvars hugskots og klæðist þeim nýja manni sem eftir Guði er skapaður í sannarlegu réttlæti og heilagleik. Hvar fyrir afleggið lygar og talið sannleik hver við sinn náunga því að vér erum innbyrðis hver annars limur. Reiðist og syndgist ei. [ Látið ei sólina undirganga yfir yðari reiði. Gefið og ekkert rúm fjandanum. [ Hver stolið hefur sá steli nú eigi meir heldur erfiði og afli með höndunum hvað gott er so að hann hafi að gefa þeim sem þurftugir eru.

Látið öngva vonda ræðu fram fara af yðrum munni heldur hvað nytsamlegt er, til betrunar þar sem þörf gjörist, að það sé þakknæmilegt að heyra. Og hryggið ekki heilagan anda Guðs þar þér eruð með innsiglaðir upp á dag endurlausnarinnar. Allur beiskleiki og grimmd, reiði, hrópan og guðlastan sé langt í frá yður samt allri illsku. En verið innbyrðis hver við annan vingjarnlegir og ástúðlegir og fyrirgefið hver öðrum líka so sem að Guð hefur fyrirgefið yður í Christo.