XXVII.

Tveir hlutir eru þeir sem mér mislíka og sá hinn þriðji gjörir mig reiðan: Þegar menn láta einn stríðsmann með seinsta fátækt þola og hyggin ráðuneyti með seinsta foröktuð verða og sá sem gengur af réttri trú til rangrar trúar, þennan hefur Guð undir sverðið fyrirdæmt.

Einn kaupmaður kann sín trauðlega að gæta fyrir rangindum og einn kramari fyrir syndum. [ Því að fyrir peninga gjöra margir rangt og þeir sem ríkir vilja vera líta frá [ augunum. Líka sem einn nagli stendur í múrvegg á milli tveggja steina so og líka stingst syndin í millum þess er kaupir og selur. Geymi hann sín eigi með gætni í ótta Drottins þá mun hans hús fljótlega niðurbrotið verða.

Þegar menn sigta so blífa óklárindin eftir í sáldinu. So og hvað sem maðurinn áformar, þar loðir nokkur saur við.

Líka so sem ofninn reynir nýja leirpotta so reynir mótgangurinn mannsins sinni. [

Af ávextinum marka menn hvernin að trésins er gætt. Líka so taka menn til marks á málinu hvernin háttar er hjartanu.

Öngvan skaltu lofa áður en þú hefur heyrt hann því að af orðunum máttu kenna manninn.

Ef þú eftir fylgir réttlætinu muntu fá það og íklæðast því so sem vænum stakki.

Fuglarnir samlaga sig við sína líka, so heldur sannleikurinn til samans við þá sem honum hlýða.

Líka sem leónið umsitur bráðina so grípur syndin með seinsta illgjörðamanninn.

Einn guðhræddur maður talar ávallt það heilnæmt er en einn afglapi umbreytist svo sem máni.

Þá þú ert með heimskum mönnum þá hugsa þú hvað tímanum líður en á meðal vitra manna máttu áfram halda.

Heimskra manna tal er mjög leiðinlegt og þeirra hlátur er ekki nema synd og þeir [ kitla sig sjálfa þar með.

Hvar menn heyra mikla svardaga þar stendur hárið á einum andhæris og þeirra kíf gjörir það að menn verða fyrir eyrun að halda. [

Nær eð dramblátir menn deila sín á milli so fylgir blóðsúthelling þar eftir og það er leiðinlegt að heyra þá þeir skammyrðast svo.

Hver leynda hluti opinberar hann tapar trúnni og mun aldrei fá trúan vin.

Haf þinn vin í heiðri og halt við hann trú en ef þú opinberar hans leynda hluti þá fær þú hann ekki aftur.

Hver hann missir sinn vin honum gengur ei minna í móti en þeim eð sleppir sínum óvin. Líka sem þú látir lausan fugl úr hendi þér so er það og þegar þú fyrirlætur vin þinn. Þú náir honum ekki aftur, þú þarft eigi að hlaupa eftir honum, hann er of langt í burt, hann er burthlaupinn so sem villudýr úr neti. Sár mega menn binda og hrópyrði kunna menn að sætta en sá sem leynda hluti opinberar með þeim er útgjört.

Hver hann bendir með augunum honum býr nokkuð illt í skapi og lætur ekki koma sér þar af. Fyrir þér kann hann fagurt að tala og lofar mjög þaðsem þú talar en á bak þér talar hann annað og umsnýr þínum orðum. Eg em öngvum hlut þvílíkur óvin sem þessum og Drottinn er einnin hans óvinur.