II.

En þegar sá tími kom að Drottinn vildi upptaka Eliam í vindbylnum til himins þá gengu þeir tveir samt, Elías og Elíseus frá Gilgal. Og Elías sagði til Eliseum: „Sit hér eftir það Drottinn sendi mig til Betel.“ Eliseus sagði: „So sannlega sem Drottin lifir og þín sál þá skil eg ekki við þig.“ Og sem þeir komu ofan til Betel þá gengu spámannanna synir sem voru í Betel út á móti Eliseo og sögðu til hans: „Veist þú það að Drottinn vill á þessum degi taka þinn herra frá þínu höfði?“ Hann sagði: „Eg veit það og vel og verið hljóðir.“

Og Elías sagði til hans: „Elisee, eg bið, vert hér eftir því Drottinn hefur sent mig til Jeríkó.“ Hann sagði: „Svo sannarlega sem Drottinn lifir og þín sál þá skilst eg ekki við þig.“ En sem þeir komu til Jeríkó þá gengu spámannanna synir til Eliseum sem voru í Jeríkó og sögðu til hans: „Veist þú það að Drottinn vill á þessum degi taka þinn herra frá þínu höfði?“ Hann sagði: „Eg veit það fullgjörla en hafið hljótt.“ Og Elías sagði til hans: „Eg bið, vert þú eftir hér því Drottinn hefur sent mig til Jórdan.“ Hann sagði: „So sannarlega sem Drottinn lifir og þín sál, eg fyrirlæt þig ekki.“ Og þeir gengu tveir samt. og fimmtígir menn af spámannanna sonum fylgdu þeim eftir og stóðu gagnvart langt frá þeim en þeir stóðu báðir hjá Jórdan.

Þá tók Elías möttul sinn og vafði hann saman og sló honum á vatnið en það skiptist þegar í tvo staði svo þeir gengu báðir þurrum fótum þar yfir um. En sem þeir komu yfir um þá sagði Elías til Eliseum: „Bið hvers þú vilt að eg veiti þér áður eg verð uppnuminn frá þér.“ Eliseus sagði: „Eg bið að þinn andi megi tvefaldast í mér.“ Hann sagði: „Þess hefur þú beðið sem ei er auðveldlegt að veita. En allt að einu, ef þú sér mig þá eg verð numinn frá þér þá skal þér veitast bón þessi. En sjáir þú mig ekki þá sker það ekki.“

En sem þeir gengu og töluðust við, sjá, þá kom þar einn eldlegur vagn með eldlegum hestum og skildi svo með þeim. [ Og Elías fór í vindbylnum til himins. Eliseus leit eftir honum og kallaði: „Minn faðir, minn faðir, Ísraels vagn og hans formaður!“ [ Og hann sá hann ekki meir. Og hann tók sín klæði og hreif þau sundur í tvo hluti.

Og hann tók möttul Elie sem féll frá honum, hvarf aftur og kom til Jórdanar og tók þann sama möttul Elie sem féll frá honum og sló á vatnið og sagði: „Hvar er nú Drottinn Elie Guð?“ Og hann sló í vatnið. Þá skiptist vatnið í tvo hluti og Eliseus gekk yfir um. Nú sem spámannanna synir það sáu sem voru í Jeríkó gegnt honum þá sögðu þeir: „Andi Elie hvílir yfir Eliseo.“ Og þeir gengu í mót honum, lutu honum og féllu til jarðar. Og þeir sögðu til hans: „Sjá, hér eru fimmtígi hraustra manna á meðal þinna þénara. Lát þá fara að leita eftir þínum herra. Ske má að Drottins andi hafi tekið hann og sett hann niður nokkurs staðar á eitthvert fjall eður nokkurs staðar í einn dal.“ Hann sagði: „Látið þá hvergi fara.“ En þeir neyddu hann svo lengi að hann lét það eftir þeim og sagði: „Fari þeir.“ Og þeir sendu fimmtígi menn af stað og þeir leituðu eftir honum í þrjá daga og fundu hann hvergi. Og þeir komu aftur til hans. [ Og hann var í Jeríkó og sagði til þeirra: „Sagði eg ei yður að þér skylduð hvergi fara?“

Og borgarmenn sögðu til Eliseum: „Sjá, þessi staður er góður íbúðar svo sem minn herra sér. En hér er vont vatn og jörð mjög ófrjósöm.“ Hann sagði: „Færið mér hingað eina nýja skál og látið salt í hana.“ Og þeir færðu honum skálina. Síðan gekk hann út til uppsprettunnar og varpaði saltinu í hana og sagði: „Svo segir Drottinn: Þetta vatn gjörða eg heilnæmt. Þar skal enginn dauði eða nokkurs háttar ófrjóleikur vera héðan í frá.“ Svo varð vatnið heilnæmt allt til þessa dags eftir þeim orðum sem Eliseus hafði sagt.

Og hann gekk upp til Betel. Og sem hann var kominn á veginn þá gengu þar smásveinar út af staðnum og hæddu hann og sögðu til hans. „Stíg upp, skalli, stíg upp, skalli!“ og sem hann leit við og sá þá þá bölvaði hann þeim í nafni Drottins. Þá komu þar tvö bjarndýr úr skóginum og slitu tvo og fjörutígi af þessum smásveinum. [ Og hann gekk þaðan upp á fjallið Karmel og sneri þaðan til Samaria.