Sú fjórða bók kónganna

I.

Ahasía son Akab varð kóngur yfir Ísrael í Samaria á því setyjánda ári Jósafat Júdakóngs og hann ríkti yfir Ísrael tvö ár. [ Hann gjörði það sem Drottni illa líkaði og fór allan feril föður síns og móður og gekk eftir vegi Jeróbóams sonar Nebat sem Ísrael kom til að syndgast. Og hann þjónaði Baal og tilbað hann en styggði og reitti Drottin Ísraels Guð eins líka sem hans faðir gjörði. Eftir andlát Akab féllu Moabiter frá Ísrael.

En það skeði svo að Ahasía féll ofan um loftsvalir nokkrar í sínum sal til Samaria og varð sjúkur. Og hann sendi út menn og sagði til þeirra: „Farið og spyrjið Baal Sebúb að sem er guð í Akkaron hvort eg mun lifna og verða heilbrigður af þessum sjúkdómi?“ En engill Drottins talaði við Elía Thesbiter: „Rís upp og gakk á veginn fyrir kóngs sendimenn af Samaria og seg til hans sendimanna: „Er þar nú enginn Guð í Ísrael að þér fairð og spyrjið Baal Sebúb guð þeirra í Akkaron? [ Þar fyrir segir Drottinn so: Eigi skaltu rísa úr þeirri rekkju sem þú liggur í heldur skalt þú vissilega deyja.“ Og Elías gekk burt.

En sem sendimenn komu til hans aftur þá sagði hann til þeirra: „Því komi þér aftur?“ Þeir svöruðu honum: „Þar kom einn maður í móti oss og sagði til vor: Snúið aftur til kóngsins sem yður sendi og segið honum: So segir Drottinn: er þar þá enginn Guð í Ísrael að þú sendir til frétta til Baal Sebúb guð Akkaron? Þess vegna skalt þú ekki rísa úr þessari rekkju þar þú liggur það þú skalt dauða deyja.“ Hann sagði til þeirra: „Hversu var sá maður í hátt sem yður mætti og sagði yður þetta?“ En þeir svöruðu honum: „Hann var í loðnu skinni og hafði eitt ólarbelti um sínar lendar.“ En hann svaraði: „Það er Elías Thesbiter.“ [

Og hann sendi til hans einn höfuðsmann yfir fimmtígir og með honum þá fimmtígi (sem undir honum voru). En sem þessi kom upp til hans, sjá, þá sat hann efst á fjallinu. Og hann sagði til hans: „Þú guðsmaður, kóngurinn segir að þú skulir koma ofan.“ Elías svaraði þeim sama höfuðsmanni yfir fimmtígi og sagði: „Sé eg guðsmaður þá falli eldur af himni og uppsvelgi þig og þína fimmtígi.“ Þá féll eldur af himninum og uppbrenndi hann og þá fimmtígi sem voru með honum. [

Og enn sendi hann aftur annan höfuðsmann til hans hver og settur var yfir fimmtígir og fimmtígir menn með honum. Og hann talaði til hans: „Þú guðsmaður, svo segir kóngurinn: Kom sem skjótast ofan.“ Elías svaraði og sagði: „Sé eg guðsmaður þá falli eldur af himni og uppsvelgi þig og þína fimmtígi.“ Þá féll eldur Guðs af himni og uppsvalg hann og hans fimmtígi.

Síðan sendi hann aftur þann þriðja höfuðsmann sem og var yfir fimmtígi og með honum fimmtígir menn. Og er hann kom upp til hans þá beygði hann sín kné fyrir Elía, bað hann og sagði til hans: [ „Þú guðsmaður, vægðu sálu minni og sálum þessara þinna fimmtígir þénara. Sjá, þar féll eldur af himni og uppbrenndi þá tvo fyrstu höfðingja yfir fimmtígir með þeirra fimmtígir mönnum. Lát nú mína sál gilda nokkuð fyrir þér.“ Þá sagði Guðs engill til Eliam: „Far ofan með honum og óttast ekki.“

Og hann reis upp og gekk ofan með honum til kóngsins. Og hann sagði til hans: „Svo segir Drottinn: Fyrir sökum þess að þú sendir boð og lést afspyrja Baal Sebúb afguð þeirra í Akkaron so sem þar væri enginn Guð í Ísrael hvern þú megir að orði spyrja því skalt þú nú ekki rísa úr þeirri rekkju sem þú liggur í heldur skalt þú vissilega deyja.“ Og so dó hann eftir Drottins orði svo sem Elías hafði talað. [ Og Jóram tók kóngdóm eftir hann á öðrum ári Jóram sonar Jósafat Júdakóngs því hann átti öngvan son. [ Hvað meira er að segja um Ahasía, sjá, það er skrifað í Ísraelskónga kroníku.