VII.

Gjör ekki illt, so skeður þig ekki illt. Vara þig við rangindunum, so hendir þig öngva óhamingju. Sá þú ekki upp á akur randlætisins, so muntu þaðan ekki sjöfalt uppskera.

Þreng þér ekki inn í nokkuð embætti fyrir Guði og stunda ekki eftir valdi hjá kónginum. [ Lát þér ekki þykja fyrir Guði að þú sért þar vel til fallinn og lát þér ekki þykja hjá kónginum þú sért þar nógu hygginn til. Lát þig ekki langa til að vera dómari því að fyrir þitt megn kanntu ekki öll rangindi á réttan veg að færa og þú kynnir óttasleginn að verða fyrir nokkrum magtarmanni og láta réttinn með skömm niðri liggja.

Ver ekki valdur upphlaups í nokkrum stað og áfest þig ekki almúgafólki so þú hljótir ekki að bera tvefalda skuld því að ekki mun neinn stöffunarlaus blífa. [ Hugsa þú og ekki: „Guð hann mun mitt hið mikla offur þar fyrir álíta og þegar eg færi hæstum Guði fórnir mun hann þær þiggja.“

Nær þú gjörir bæn þá efast þú ekki og vert ekki tregur að gefa ölmösur. [

Hlæ ekki að hryggum manni því að sá er einn sem bæði kann að lækka og upphefja.

Kveik þú öngvar lygar á móti þínum vin né bróður. [ Ven þig ekki að ljúga það það er skaðsamlegur óvani.

Vertu ekki fjölmáligur við hina öldruðu og þá þú biður haf ekki mörg orð. [

Þó þér veiti bágt með þína næring og akurverki þá lát þér það ekki mislíka því að Guð hefur það svo skikkað.

Treystu ekki á fjölda þeirra sem þú gjörir illa með heldur hugsa að hefndin er þér nærri. Þar fyrir lítillæt þig af hjarta því að eldur og ormar eru óguðrækinna manna hefnd.

Yfirgef ekki þinn vin fyrir nokkra fémuni né þinn trúan bróður fyrir skuld hins besta gulls.

Skil þig ei við góða og skynsama konu það hún er kostulegri en mikið gull.

Haltu vel einn trúan þénara og iðinn arfiðismann. Lát þér kæran vera góðan þjónustumann og gjör honum ekki hindran ef hann kann frjáls að verða.

Hafir þú kvikfé so gæt þú þess. Ef það færir þér nytsemi þá bíhaltu því.

Hafir þú sonu kenn þú þeim og beyg þeirra háls allt í frá barnæsku.

Hafir þú dætur so gæt þú að þeirra lífi og ven þær öngvum óvanda.

Ráðstafa þú þinni dóttur, so hefur þú gjört mikið verk. Gift hana skynsömum manni.

Hafir þú kvinnu þá sem þér er kær so lát ekki gjöra þig henni fráhorfinn hana að forleggja og trú ekki þeirri hinni heiftugu.

Heiðra þinn föður af öllu hjarta og gleym ekki hversu þú hefur verið þinni móður þungur og hugsa að þú ert af þeim fæddur. Og hvað kanntu þeim að gjöra þar í mót sem þau hafa þér gjört?

Óttast þú Drottin af öllu hjarta og haf hans presta í öllum heiðri.

Elska þann er þig skapað hefur af öllum kröftum þínum og yfirgef ekki hans þjónustumenn. Snöggt að segja,

óttast Drottinn og heiðra kennimennina og gef þeim sinn hluta sem þér er boðið af frumfórnum, syndafórnum, upplyftingarfórnum [

og því fleira sem helgað verður til offurs og af alls konar helgum frumburðum.

Útrétt þína hönd fátækum so að þú verðir þess ríkuglegar blessaður og þín velgjörð gjöri þig fyrir öllum lifandi mönnum þægilegan. Auðsýn og þína velgjörð á [ framliðnum mönnum.

Láttu þá sem grátandi eru ekki vera án huggunar, harma heldur með hörmundum.

Lát þér ekki mikið fyrir þykja að vitja sjúkra það fyrir þess skuld muntu elskaður verða.

Hvað þú gjörir hugsa fyrir endanum og muntu aldrei illa gjöra. [