X.

Minni sál leiðist að lifa, eg vil láta mína sorg framlíða hjá mér og tala um harmkvæli minnar sálar og segja til Guðs: Fordæm mig ekki, lát þú mig vita hvar fyrir að þú þráttar við mig. Líkar þér það að þú gjörir ofurvald og í burt kastar mér? Þeim sem þínar hendur hafa skapað og gjöra svo ráðið hinna ómildu til vegsemdar? Hvert hefur þú einnin líkamleg augu eða sér þú svo sem maðurinn sér? eða er þín tíð svo sem mannsins tíð eða þín ár so sem mannsins ártala að þú spyrjir því eftir mínum misgjörning og leitir eftir mínum syndum þar þú veist þó að eg er ekki óguðlegur? Því þar er þó enginn sem kunni að frelsa af sinni hendi.

Þínar hendur hafa samansett mig og gjört það allt saman hvað eg er [ allt um kring. Og þú niðursökkvir mér svo með öllu. Minnst þú þó þess að þú gjörðir mig af jarðarleiri og það að þú munt gjöra mig aftur af jarðardufti. Hefur þú ekki mjólkað mig sem aðra mjólk og hleypt mér til samans sem öðrum osti? Þú íklæddir mig með holdi og hörundi og með beinum og sinum samsettir þú mig. Lífið og margt gott annað gafst þú mér og þín yfirsjón varðveitti minn [ andardrátt. En þó að þú varðveittir slíkt í hjarta þínu þá veit eg þó að þú hugsar það samt. Nær eg syndgast þá formerkir þú það jafnsnart og lætur mína synd ekki óstraffaða. Sé eg óguðlegur svo er mér vei, sé eg réttferðugur þá þori eg ekki að upplyfta mínu höfði, eg sem er fullur af forsmán og sé mína eymdar vesöld. Og líka sem annað öruggt león þá jagar þú mig og handtérar svo hræðilega aftur við mig. Þú endurnýjar þín vitni á móti mér og margfaldar þína reiði í gegn mér. Hver plágan kemur eftir aðra samfleytt.

Hvar fyrir útleiddir þú mig af móðurkvið? Óhó, hefða eg fyrirfarist og að aldrei hefði neitt auga mig séð! Þá væra eg sem þeir er aldrei voru neinir og í burt fluttur frá minnar móður kviði til grafarinnar! Skulu mínir lífdagar stuttir ekki fá enda og mig fara láta að eg yrða svo nokkuð lítið endurnærður? Fyrr en að eg fari í burt og kem eigi aftur, sem er í land myrkursins og dimmunnar, í það land sem er það þykkva myrkrið og þar engin skipan er á, þar eð það skín svo sem dimma.“