CXXXV.

Halelúja.

Lofið nafnið Drottins, lofi, þér þjónustumenn, Drottin,

þér sem standið í húsi Drottins, út í fordyrum hússins Guðs vors,

lofið Drottin því Drottinn er góðgjarn, lofsyngið hans nafni því að hann er sætur.

Því að Drottinn útvaldi sér Jakob, Ísrael sér til eigindóms.

Því að eg veit það Drottinn er mikils máttar og vor Drottinn hann er yfir öllum guðum.

Allt hvað hann vill það gjörir hann, á himnum, á jörðu, í sjónum og undirdjúpinu, [

hann sem skýin lætur uppganga af ysta takmarki jarðarinnar, hver eð eldingarnar gjörir með regninu, sá eð vindinn lætur framkoma úr leynilegum fylsnum,

hann hver eð sló alla frumgetninga á Egyptalandi, bæði mannanna og so fénaðarins, [

og lét sín teikn og stórmerki koma yfir þig, Egyptaland, yfir faraó og alla hans þjónustumenn,

hann sá eð miklar þjóðir undirlagði og volduga konunga í hel sló, [

Síhon kónginn Ammoritarum og Óg konunginn Basan og öll kóngaríkin Kanaansjarðar

og gaf þeirra land til arfleifðar, til arfleifðar sínu fólki Ísrael. [

Þitt nafn, Drottinn, varir eilíflegana, Drottinn, þín minning hún varir um aldur og ævi.

Því að Drottinn mun dæma sitt fólk og sínum þjónustumönnum mun hann miskunnsamur vera.

Skúrgoðin heiðinna þjóða eru silfur og gull, af mannanna höndum gjörð. [

Þau hafa munn og mæla ekki, þau hafa augu og sjá ekki,

þau hafa eyru og heyra ekki, enginn andardráttur er í þeirra munni.

Þeir eð þau gjöra eru eins líka og allir þeir sem treysta á þau.

Húsið Ísraels lofi Drottin, lofið Drottin, þér af húsi Aron„

þér út af húsi Leví, lofið Drottin, þér sem óttist Drottin, lofið Drottin.

Lofaður sé Drottinn út af Síon, sá eð til Jerúsalem byggir. Halelúja.