XXXIIII.

Fávisir menn svíkja sig sjálfa með heimsklegri von og heimskir menn treysta upp á drauma. [

Hver á draumunum tekur vara hann grípur eftir skugganum og vill höndla vindinn. Draumar eru ekki utan mynd án athæfis. Það [ óhreint er, hversu má það hreint vera? Og hvað ósatt er, hversu kann það satt að vera?

Eigin spádómur, þýðingar og draumar eru ónýtir og gjöra þó einum þungar hugsanir. Og ef þeir koma ekki fyrir innblástur Hins hæsta so haltu þar ei út af því að draumar svíkja marga menn og bregðast þeim sem þar upp á hyggja.

Menn þurfa öngra lyga við til þess að menn haldi boðorðin og Guðs orð má nægja þegar menn vilja rétt kenna.

Einn vel reyndur maður skilur margt og einn vel forsóttur mann kann af visku að tala. En hver óforsóttur er hann skilur lítið og þeir villufarandi andar koma upp miklu illu.

Þegar eg var í villunni vafinn kunni eg so margt að kenna og var so lærður að eg kunni það eigi allt að segja og em oftlega í dauðans háska þar fyrir kominn, allt til þess eg er þar af frelsaður orðinn. Nú sé eg að guðhræddir menn hafa réttilegan anda því að þeirra von stendur af þeim sem þeim kann að hjálpa.

Hver hann óttast Drottin þarf fyrir öngvu að skelfast né hræddur að vera því að hann er hans traust. [

Sæll er sá sem óttast Drottin, upp á hvað forlætur hann sig? Hver er hans styrkur? Augu Drottins sjá yfir þá sem hann elska. Hann er voldugur verndari, stór styrkur og hlífð í móti hitanum, ein tjaldbúð í móti hita miðdagsins, einn geymari í móti rásinu, ein hjálp í móti fallinu, hver af fögnuði fyllir hjartað og glatt gjörir andlitið og gefur heilbrigði, líf og blessan.