IX.

Sálmur Davíðs út af þeirri fögru ungdómsæsku fyrir að syngja

Eg þakka þér, Drottinn, út af öllu mínu hjarta og allar þínar dásemdir vil eg framtelja.

Eg fagna og em glaður í þér og syng lof þínu nafni, þú Hinn allrahæsti,

það þú snerir mínum óvinum á hæl aftur so þeir eru fallnir og fyrirfórust fyrir þinni augsýn.

Því að þú gjörðir mér rétt og mínu málefni, þú situr á dómstólnum einn réttvís dómari.

Þú straffar heiðingjana og fyrirkemur þeim óguðlegu, þeirra nöfn afskefur þú um aldur og að eilífu.

Sverðin óvinarins urðu að síðsta að öngvu og borgirnar braustu niður, þeirra minning hefur fyrirfarist með þeim.

En Drottinn blífur eilíflega, hann hefur sitt tignarsæti tilbúið til dómsins.

Og hann mun heimskringluna réttilega dæma og fólkinu meður réttvísi stjórna.

Og Drottinn er athvarf hins fátæka, eitt athvarf þá áliggur í neyðinni.

Þar fyrir treysta þeir á þig sem þitt nafn þekkja því að þú yfirgefur ekki, Drottinn, þá sem þín leita.

Syngið lof Drottni, þeim eð til Síon byggir, kunngjörið meðal fólksins hans verk.

Því að minnist hann og hann spyr eftir þeirra blóði, hann forgleymir ekki kalli þeirra fátæku.

Miskunna þú mér, Drottinn, lít þú á eymd mína meðal óvina minna, þú sá eð mig upphefur út af dauðans dyrum,

upp á það eg framtelji allar mínar lofsögur í borgarhliður dótturinnar Síon so það eg glaður sé yfir þínu hjálpræði.

Hinir heiðnu eru niðursökktir í grafirnar þær eð þeir höfðu tilbúið, þeirra fótur er í þeirri snörunni fastur sem sjálfir þeir uppegndu.

Þannin þekkist það að Drottinn lætur rétt ske að hinn óguðhræddi er fjötraður í verkum sinna handa fyrir [ orðið. Sela.

Snúist hinir ómildu til helvítis, allir þeir heiðingjar sem Guði forgleyma.

Því að ei mun hann með öllu forgleyma hinum fátæka og bónin hins volaða mun ekki glatast ævinlega.

Statt upp, Drottinn, so það maðurinn verði ekki yfirsterkari, lát þú alla heiðingja dæmast fyrir þinni augsýn.

Set þú yfir þá, Drottinn, einn meistara svo það hinir heiðnu meðkenni það að þeir eru menn. Sela.