Nær eð allt þetta kemur nú yfir þig, annað hvert blessanin eða bölvanin sem eg hefi fyrir þig lagt og þú inngengur til þíns eiginlegs hjarta, hvar sem þú ert á meðal heiðingjanna þangað sem Drottinn Guð þinn hefur þig í burt drifið, og þú snýr þér til Drottins Guðs þíns aftur svo að þú hlýðir hans raust, þú og þín börn, af öllu hjarta, af allri sálu, í öllu því sem eg býð þér hér í dag, þá mun Drottinn Guð þinn umsnúa þinni herleiðingu og vera þér miskunnsamur og samansafna þér í burt aftur frá öllu því fólki sem Drottinn Guð þinn hefur í sundurdreift þér á meðal. [

Þó eð þú værir enn í burt drifinn allt til himinsins enda þá mun Drottinn Guð þinn samansafna þér og flytja þig þaðan í frá. Og hann mun flytja þig í það landið sem þínir feður hafa átt, að þú skulir eignast það og hann mun gjöra vel í móti þér og fjölga þig fram yfir feður þína. Og Drottinn Guð þinn mun umskera þitt hjarta og hjartað þíns sæðis so að þú skulir elska Drottin Guð þinn af öllu þínu hjarta og af allri sálu so þú megir lifa. En Drottinn Guð þinn mun leggja allar þessar bölvanir á óvini þína og á þá sem þig hata og þér ofsókn veita. [

En þú munt snúast og hlýða raustinni Drottins so að þú gjörir öll hans boðorð sem ég býð þér í dag. Og Drottinn Guð þinn mun láta þig lukkusamlegan vera í öllum þínum handaverkum, á þeim ávextinum þíns kviðar, af þeim ávextinum þinnar hjarðar og á þínum jarðarávexti, so að það skuli þér vel vegna. Drottinn mun umvenda sér og gleðja sig yfir þér þér til góða, líka sem hann gladdi sig yfir þínum forfeðrum, af því að þú hlýðir raustinni Drottins Guðs þíns og heldur hans boðorð og réttindi sem skrifuð standa í þessari lögmálsbók, ef að þú snýr þér til Drottins Guðs þíns af öllu hjarta og af allri sálu.

Því að það boðorð sem ég býð þér er ekki hulið fyrir þér og ekki mjög fjarlægt þér, eigi heldur uppi yfir þér í himninum svo að þú þurfir að segja: „Hver vill uppfara fyrir oss í himininn og sækja oss það sama, so að vér kunnum að heyra það og gjöra þar eftir?“ [ Það er ekki heldur hinumegin hafsins so að þú megir segja: „Hver mun vilja fara yfir um hafið og sækja oss það so að vér megum heyra það og gjöra það sama?“ Því að það sama orðið er mjög nærri þér, í þínum munni og í þínu hjarta, so að þú skulir gjöra það.

Sjá þú, ég hefi í dag lagt þér fyrir lífið og það hið góða, dauðann og það hið vonda, í því sem ég býð þér í dag, að þú skulir elska Drottin Guð þinn og ganga í hans vegum og varðveita hans boðorð, lögmál og réttindi, so að þú megir lifa og fjölgast og það Drottinn Guð þinn blessi þig í því landinu sem þú fer nú til að eignast.

En ef þú frásnýr þínu hjarta og hlýðir ekki þessu heldur lætur þú villa þig so að þú tilbiður annarlega guði og þjónar þeim þá kunngjöri ég yður í dag að þér munuð fyrirfarast og ekki lengi vera í því landinu sem þú dregur nú til yfir um Jórdan að eignast það.

Ég tek í dag himin og jörð til vitnis yfir yður: Ég hefi lagt fyri yður lífið og dauðann, blessanina og bölvanina, so að þú megir útvelja lífið að þú og þitt sæði megi lifa, að þér elskið Drottin Guð yðar og hlýðið hans raust og nálægið yður so að honum. Því að þar er þitt líf undirkomið og þinn langgæðlegur aldur so að þú megir búa í því landinu sem Drottinn hefur svarið þínum forfeðrum Abraham, Ísak og Jakob, að gefa þeim það.