XXXVII.

Og Zedechias Jósíason varð konungur í staðinn Jechania Jóakímsonar það Nabúgodonosor konungurinn af Babýlon gjörði hann að konungi í landinu Júda. [ En hann og hans þénarar og fólkið í landinu hlýddu ekki orði Drottins því sem hann talaði fyrir Jeremiam propheta.

En þó sendi kóngurinn Zedechias Júkal son Selemja og Sefanja son Maeseja þann kennimann til prophetans Jeremia og lét segja honum: „Bið þú Drottin Guð vorn fyrir oss.“ Því að Jeremia gekk þá út og inn á meðal fólksins og enginn setti hann í neitt varðhald. So var og það herliðið pharaonis útdregið af Egyptalandi og þeir Chaldei sem þar lágu fyrir Jerúsalem, þann tíð þeir heyrðu soddan rykti þá drógu þeir í burt frá Jerúsalem.

Og orð Drottins skeði til Jeremia propheta og sagði: Svo segir Drottinn Guð Ísraels: Segið til konungsins Júda sem sendi yður til mín til að spyrja mig að. Sjá þú, það herliðið pharaonis sem út er dregið að koma yður til hjálpar skal fara heim aftur í Egyptaland og þeir Chaldei skulu aftur koma og stríða móti þessum stað og yfirvinna hann og brenna hann upp með eldi. Þar fyrir segir Drottinn so: Tælið ekki sálir yðrar þar þér hugsið so það þeir Chaldei munu í burt draga frá oss. Þeir munu ei í burt draga. Og þó að þér í hel slæguð allt þetta herlið þeirra Chaldeis sem stríðir á móti yður og nokkrir yðrar yrði sárir þar út af þá mundu þeir þó taka sig upp hver úr sínu landtjaldi og brenna upp þennan stað með eldi.

En sem herfólkið þeirra Chaldeis var nú í burt dregið frá Jerúsalem vegna herliðsins pharaonis gekk Jeremias út af Jerúsalem og vildi ganga í Benjamínland til að hlutskipta þar akurlendi á meðal fólksins. Og þá eð hann kom í Benjamínsport þá var þar settur til dyravörðs sá sem eð hét Jería sonur Selemja sonar Hananja. [ Hann tók Jeremiam propheta höndum og sagði: „Þú vilt flýja til þeirra Chaldeis.“ Jeremia svaraði: „Það er ekki satt. Eg vil ei flýja til þeirra Chaldeis.“ En Jería vildi ekki hlýða honum heldur greip hann Jeremiam og leiddi hann til höfðingjanna. Og höfðingjarnir reiddust við Jeremiam og létu slá hann og köstuðu honum í myrkvastofu í húsi Jónatan skrifara. Hann settu þeir til að vera vörð myrkvastofunnar. So gekk Jeremias síðan lengi í dýflisunni og í fjötrunum og lá þar langa tíma. [

Og konungurinn Zedechias sendi þangað og lét sækja hann og spurði hann heimuglega að í sínu herbergi og sagði: „Er þar enn ekki eitt orð af Drottni fyrir höndum?“ Jeremias sagði: „Já því að þú munt gefinn verða í hendur konungsins af Babýlon.“ Og Jeremias sagði til konungsins Zedechia: [ „Hvað hefi eg misgjört á móti þér og á móti þínum þénurum og á móti þessu fólki að þeir hafa kastað mér í myrkvastofu? Hvar eru nú yðrir prophetar sem spáðu yður og sögðu: Konungurinn af Babýlon mun ekki koma yfir yður né yfir þetta land? Og heyr mig nú, minn herra konungur, og lát mína bæn duga fyrir þér og lát ekki hafa mig í burt aftur í það húsið Jónatan skrifara so að eg deyi þar ekki.“ Þá skipaði konungurinn Zedechias að þeir skyldu geyma Jeremiam í fordyrunum myrkvastofunnar og lét gefi honum hvern dag eitt lítið brauð af bakarastrætinu þangað til að allt brauðið í staðnum var upp etið. Svo bleif Jeremias í fordyrunum myrkvastofunnar.