CVII.

Þessi sálmur er ein almennileg þakkargjörð hversu Guð hann hjálpar allsháttuðum mönnum úr allsháttuðum háskasemdum, svo sem S. Páll segir í Tím. y: Hann er frelsari allra manna.

Þakki þér Drottni því hann er góðgjarn og hans miskunnsemi varir að eilífu.

Segi þér sem frelsaðir eru af Drottni, hverja hann hefur til samans safnað burt úr löndunum, frá austri og vestri, frá norðrinu og í frá sjávarhafinu.

Þeir sem villtir fóru út í eyðimörkinni, á þeim öræfisveginum, og fundu öngvan stað þar þeir gátu í búið, hungraðir og þyrstir og sálir þeirra ómætti upp í þeim. [

Og þeir kölluðu til Drottins í sinni neyð og hann frelsaði þá út af þeirra angist

og leiddi þá upp á réttan veg so að þeir gengu til þess staðarins þar eð þeir gæti í búið.

Þeir hinir sömu skulu Drottni þakkir gjöra fyrir hans miskunnsemi og fyrir hans dásemdir þær eð hann veitir mannanna sonum,

það hann seður þyrstuga sálu og uppfyllir hungraða sálu með auðæfum.

Þeir eð þar hljóta að sitja út í myrkri og dimmum skugga, bundnir í þvingan og járnum [

þar fyrir að þeir voru óhlýðugir Guðs boðorðum og höfðu vanvirt lögmál Hins hæsta,

þar fyrir hlaut þeirra hjarta með ógæfu plágað að verða so að þeir lágu þar og sá var enginn sem þeim hjálpaði.

Og þeir kölluðu til Drottins í þeirra neyð og hann hjálpaði þeim út af þeirra angist

og leiddi þá út af þeim myrkrunum og skugganum og í sundursleit þeirra fjötranir.

Þeir hinir sömu skulu Drottni þakkir gjöra fyrir hans miskunnsemi og fyrir hans dásemdir þær eð hann veitir mannanna sonum.

Því að hann uppbrýtur eirhliðin og í sundurslær járngrindurnar.

Þeir heimsku menn sem plágaðir verða vegna sinnar yfirtroðningar og fyrir sinna synda sakir [

so að þá velgdi við öllum mat og urðu dauðsjúkir.

Og þeir kölluðu til Drottins í þeirra neyð og hann hjálpaði þeim út af þeirra angist.

Hann sendi sitt orð og gjörði þá heilbrigða og frelsaði þá svo að þeir létust ekki.

Þeir hinir sömu skulu Drottni þakkir gjöra fyrir hans miskunnsemi og fyrir hans dásemdir þær eð hann veitir mannanna sonum

og fórnfæra honum helgioffur lofsins og framtelja hans verk með fögnuði.

Þeir eð með skipunum fara um sjóinn og fremja sína handtéran á stórvötnunum, [

þeir eð verkin Drottins hafa forsótt og hans dásemdir á sjávarhöfunum.

Nær hann talaði þá hreyfðist stormvindurinn sá eð öldurnar upphóf.

Þeir voru uppi við himnum að sjá og riðu svo allt í djúpin niður so að þeirra aund hún skelfdist af angist.

Þeir tumbuðu og reikuðu sem annar drukkinn maður og engin ráð vissu þeir lengur.

Og þeir kölluðu til Drottins í þeirra neyð og hann hjálpaði þeim úr þeirra angist.

Og hann stillti þann stóra storm so að bylgjurnar lækkuðu sig.

Og þeir urðu glaðir við það logn var orðið og hann leiddi þá til lands eftir þeirra vild.

Þeir hinir sömu skulu Drottni þakkir gjöra fyrir hans miskunnsemi og fyrir hans dásemdir þær eð hann veitir mannanna sonum

og heiðra hann í samkundunni og lofa hann í hjá öldungunum.

Þeir hverra rennandi lækir uppþornaðir og þeirra vatskeldur framhlaupnar voru [

so það frjósama land varð ávaxtarlaust fyrir sakir illsku þeirra sem þar inni bjuggu.

Og hann lét i það þurra land koma nóglegt vatn og á þurrlendið uppsprettubrunna

og setti þar niður hina hungruðu so að þeir tilbyggi sér stað þar eð þeir kynni í að búa

og mætti sá þar akra og planta þar víngarða og þeir fengu árlegan ávöxt.

Og hann blessaði þá svo að þeir fjölguðust næsta og gaf þeim margt kvikfé.

Þeir hverjir niðurþrykktir og hraktir voru af þeim illskumönnum sem þá þvinguðu og í þjáning höfðu, [

þá eð fyrirlitningunni var úthellt yfir höfðingjana svo það allt landið fór villt og var í eyði.

Og hann hjálpaði hinum volaða út af vesöldinni og fjölgaði hans ætt líka sem aðra sauðahjörð.

Svoddan skulu hinir réttlátu sjá og gleðjast af og á allri illgirni skal munnurinn tilbyrgður verða.

Hver er skynsamur og [ hyggur að þessu? Sá mun formerkja hversu margháttaðar miskunnsemdir það Drottinn auðsýnir.