XCI.

Hver hann býr undir skjóli Hins hæsta og skýlist undir skugga Hins almáttuga,

sá segir til Drottins: „Mitt traust og mitt vígi, minn Guð á hvern eg treysti.“

Því að hann frelsar þig út af snöru veiðimannsins og út af þeirri skaðsamlegri drepsótt.

Hann mun skýla þér með sínum fjöðrum og þitt trúnaðartraust mun vera undir hans vængjum. Hans [ sannleikur er bæði skjöldur og verja.

So að þú þurfir ei að skelfast fyri ógnan næturinnar, fyrir þeim skeytunum sem á daginn fljúga,

fyrir þeirri drepsóttinni sem í myrkrunum læðist, fyrir þeirri sýkinni sem um miðdegið fordjarfar. [

Þótt að þúsund niðurfalli hjá þinni síðu og tíu þúsund til þinnar hægri handar þá mun hún þó ekki hæfa þig.

Já, þú munt þinn vilja sjá með þínum augum og líta á það hvernin eð þeim óguðlegum mun endugoldið verða.

Því að Drottinn er þitt trúnaðartraust, sá Hinn hæsti er þitt athvarf.

Þig mun ekkert vondslegt henda og engin plága mun nálægja sig til þíns heimkynnis.

Því að hann hefur boðið sínum englum um þig að þeir skuli varðveita þig í öllum þínum vegum,

að þeir á höndum beri þig svo að þú steytir ei fót þinn við steini. [

Yfir leóna og eiturorma muntu ganga og með fótum troða leóns hvölpana og flugdrekana.

„Fyrst hann girnist mig vil eg frelsa hann, hann þekkir mitt nafn, þar fyrir vil eg vernda hann.

Hann kallar til mín og eg vil bænheyra hann, eg em hjá honum í neyðinni, eg vil honum þaðan út rykkja og hann vegsamlegan gjöra.

Eg vil seðja hann með langgæðlegum lífdögum og eg vil auðsýna honum mitt hjálpræði.“