XX.

Sálmur Davíðs fyrir að syngja

Drottinn bænheyri þig á mótgangstímanum og nafnið Guðs Jakobs það verndi þig.

Hann sendi þér hjálp af helgidóminum og styrki þig út af Síon.

Minnugur sé hann alls þíns mataroffurs og þín brennifórn verði feit í nóg. Sela.

Drottinn gefi þér þína hjartans vild og uppfylli allan þinn ásetning.

Vér gleðjum oss í þínu hjálpræði og í nafni Guðs vors setjum vér upp sigurmerkið. Drottinn uppfylli allar þínar bænir.

[ formerki eg að Drottinn frelsar sinn hinn smurða og bænheyrir hann út af sínum heilögum himni, hans hægri hönd hjálpar kröftuglega.

Þeir hinir aðrir treysta upp á vagna og víghesta en vér hugsum upp á nafnið Drottins Guðs vors.

Þeir eru niðurslegnir og fallnir en vér stöndum réttir.

Drottinn, hjálpa þú oss, konungurinn heyri oss nær eð vér áköllum hann.