Jobsbók 25. kafli2017-12-18T18:32:50+00:00
Jobsbók 25. kafli

XXV.

Þá svaraði Bildad af Súa og sagði: [ „Er ekki herradæmið og ógnunin hjá honum sem setur friðinn á meðal hinna hávu? Hver fær talið hans stríðsmenn og yfir hverjum þá uppgengur ekki hans ljós? Og hvernin kann maðurinn réttlátur að vera fyrir Guði og hvernin kann sá sem af konunni er fæddur hreinn að vera? Sjá þú, tunglið skín enn nú ekki og stjörnunar eru ekki klárar í hans augliti, hversu miklu miður mun þá maðurinn, sá mölur, sá mannsins sonur og maðkur!“

Hægt er að nálgast texta þessa kafla í öðrum íslenskum þýðingum með því að smella á nafn þýðingarinnar hér fyrir neðan. Þýðingin opnast í nýjum glugga.