Og Drottinn talaði við Mósen og sagði: „Tala við Ísraelssonu og segðu til þeirra: Þá þér komið í það land sem þér skuluð byggja, hvert að ég vil gefa yður, og þér viljið gjöra Drottni offur, hvert heldur það er eitt brennioffur eða eitt offur fyrir nokkra sérlega heitstrenging eða er það eitt sjálfviljugt offur eða yðart hátíðaoffur, so að þér megið færa Drottni eirn sætan ilm, af nautum eða sauðum,[

hvör sem nú vill offra Drottni sína gáfu hann skal færa matoffur þann tíunda part hveitimjölssarla blandað við fjórðung af hín viðsmjörs og inn fjórða part af hín víns til drykkjaroffurs, til eirnrar brennifórnar, eður nokkurs annars offurs, þegar eitt lamb er haft til fórnar. En þá einn hrútur er fórnfærður þá skalt þú gjöra matoffur tvo tíunda parta hveitissarla blandað með oleo, þriðja part af hín og inn þriðja part af hín víns til drykjaroffurs, það skaltu offra Drottni til eins sæts ilms.

Viljir þú offra Drottni einum uxa til einnrar brennifórnar eða til eirnrar sérlegrar lofunarfórnar eða til eins þakklætisoffurs Drottni, þá skalt þú offra með sama uxa til matoffurs þremur tíundum hveitisarla blandað með hálfri hín viðsmjörs og eina hálfa hín víns til drykkjaroffurs, það er offur Drottni til eins sætleiks ilms. So skaltu gjöra við sérhvörn uxa, hrúta, sauði, lömb og geitur. Eftir tölu þessara fórna þá skal og talan vera á matoffrinu og so drykkjaroffrinu.

Sá sem þar er heima alinn hjá yður hann skal soddan gjöra, að hann færi Drottni offur til eins sæts ilms. En ef þar er nokkur framandi meðal yðar eða á meðal yðar ættar og vill gjöra Drottni eitt offur til eins sæts ilms, hann skal gjöra líka so sem þér gjörið. [ Ein skikkan skal vera öllum söfnuði, bæði hjá yður og so hjá þeim frömundum. Það skal vera ein ævinleg skikkan hjá yðrum eftirkomendum og sá inn framandi skal vera fyrir Drottni líka sem þér. Eitt lögmál, eirn réttur skal vera, bæði fyrir yður og so fyrir þá framandi sem búa hjá yður.“

Og Drottinn talaði við Mósen og sagði: „Tala þú við Ísraelissonu og seg þú til þeirra: Þá þér komið í það land sem ég vil leiða yður útí, þá þér etið af brauðinu þess lands þá skulu þér gefa Drottni eitt upplyftingaroffur, sem er eina köku af yðar fyrsta degi skulu þér gefa til upplyftingar. [ Líka sem þér færðuð upplyftingarfórn af yðar kornhlöðu, so skulu þér og hjá yðar eftirkomendum gefa Drottni það fyrsta af yðar deigi til upplyftingar.

Og þegar þér sökum óvisku gjörið ekki nokkuð af þessum boðorðum sem Drottinn hefur talað til Mósen og allt það sem Herrann hefur boðið yður fyrir Mósen, frá þeim degi sem hann tók fyrst til að skipa yðrum eftirkomendum: Ef almúginn gjörir nú nokkuð með óviljaverki þá skal allur almúginn taka eirn ungan uxa af fénaðinum til brennifórnar, til eins sæts ilms fyrir Drottni, með sínu matoffri og drykkjaroffri, so sem tilheyrir, og eirn kjarnhafur til syndaoffurs. [ Þá skal presturinn gjöra eina forlíkan fyrir allan almúga Ísraelissona. So er þeim það fyrirgefið því það er óviljaverk. Og þeir skulu bera Drottni þessar sínar gáfur til eins offurs og þeirra syndaoffur fyrir Drottni fyrir þeirra gleymsku, svo verður það öllum almúganum Ísraelissona fyrirgefið, so og líka þeim frömundum sem að búa á meðal yðar með því að allt fólkið er í svoddan óvisku.

En þegar ein sál syndgar af fávisku, hún skal færa eina geit ársgamla fram til eins syndaoffurs. Og presturinn skal forlíka slíka óvitandi sál með syndoffri fyrir þá óvisku fyrir Drottni, að hann forlíki hana, so er það henni fyrirgefið. Og þetta skal vera eitt lögmál að þér skuluð gjöra fyrir fáviskunni, bæði fyrir þeim innlenda á meðal Ísraelissona og þeim framanda sem býr á meðal yðar.

En þá ein sál gjörir nokkuð af sínum metnaði, hvert sem hún er innlensk eða framandi, sú hefur foraktað Drottin. Soddan ein sál skal afmáð verða frá sínu fólki fyrir því hún fyrirleit Drottins orð og forlét hans boð. Hún skal með öllu afmást, hún skal bera sitt ranglæti.“

Og það skeði þá Ísraelssynir voru í eyðimörkunni fundu þeir einn mann hvör eð saman safnaði trjám á einum sabbatsdegi. [ En þeir sem fundu hann að þessu verki trjánum að safna leiddu hann fyrir Mósen og Aron og fyrir allan söfnuðinn. Og þeir settu hann í fangelsi. Því það var enn ekki ljóst orðið hvað þeir skyldu gjöra við hann. En Drottinn sagði til Mósen: „Sá maður skal vissilega deyja, allur almúginn skal berja hann grjóti til bana utan herbúðanna. Þá færði allur almúginn hann út yfir herbúðirnar og grýttu hann í hel, eftir því sem Drottinn hafði boðið Móse.

Og Drottinn talaði við Mósen og sagði: Tala við Ísraelissonu og seg til þeirra að þeir skulu gjöra sér fald á löfum þeirra kyrtla, á meðal allra yðar eftirkomenda, og setja gula dregla yfir sömu falda á löfunum. Og sömu dreglar skulu þéna yður þar til að þér skuluð horfa á þá og minnast á öll boðorð Drottins og gjöra þau og ekki rétta yður eftir hugboði yðars hjarta og eigi heldur fremja hórdóm eftir yðrum augum. Þar fyrir skulu þér minnast á og gjöra öll mín boð og vera heilagir fyrir yðrum Guði. Ég Drottinn yðar Guð sem hefur útleitt yður af Egyptalandi, svo að ég sé yðar Guð. Ég Drottinn yðar Guð.“