Og á þeim áttunda degi kallaði Móses Aron og hans syni og þá elstu af Ísrael og sagði til Arons: „Tak þér eirn ungan kálf til syndaoffurs og eirn hrút til brennioffurs, hvorttveggja án lýta, og leið þá fyrir Drottin. [ Og tala við Ísraelssonu, segjandi: Takið eirn kjarnhafur til syndoffurs og eirn kálf og einn sauð, hvorttveggja veturgamalt, lýtalaust, til brennioffurs, og eirn uxa og eirn hrút til þakkaroffurs, svo vér kunnum að fórnfæra Drottni, og eitt matoffur blandað með oleo, því að Drottinn mun í dag birtast fyrir yður.“

Og þeir tóku það sem Móses hafði boðið utan fyrir vitnisburðar tjaldbúðardyrum. Og allur söfnuðurinn gekk fram og stóð fyrir Drottni. [ Þá sagði Móses: „Þetta er það sem Drottinn hefur boðið að gjöra og so skal dýrð Drottins birtast yður.“ Og Móses sagði til Arons: „Gakk fram til altarisins og fær þína syndafórn og so þína brennifórn og gjör eina forlíkun fyrir þig og fyrir fólkið og fær síðan fólksins fórnir og bið fyrir þeim, so sem Drottinn hefur boðið.“

Og Aron gekk til altarisins og sæfði kálfinn til síns syndaoffurs. Og hans synir báru blóðið til hans og hann drap sínum fingri í blóðið og reið því á horn altarisins og hellti blóðinu niður hjá altarisins fæti. En feitina og nýrun og lifrarnetjuna til syndaoffurs upptendraði hann á altarinu, sem Drottinn bauð Móse. En kjötið og skinnið brenndi hann með eldi fyrir utan herbúðirnar.

Síðan slátraði hann brennifórninni. Og Arons synir báru blóðið til hans og hann stökkti því rétt um kring altarið. Og þeir báru brennifórnina til hans, höggna í stykki, og höfuðið. Og han upptendraði það á altarinu og hann þvoði innyflin og beinin og brenndi það ofan á brennioffrið á altarinu.

Síðan bar hann fólksins fórn fram og tók kjarnhafurinn, sem var fólksins syndoffur, og slátraði honum og gjörði eitt syndoffur þar af so sem áður. Og hann bar brennioffrið fram og gjörði við það sem skikkað var. Og hann bar matoffrið fram og tók sína hönd fulla og upptendraði það á altarinu, að auk morgunsins brennioffurs.

Síðan slátraði hann uxanum og hrútunum til fólksins þakklætisoffurs. Og hans synir báru blóðið til hans. Því stökkti hann rétt um kring á altarið. En það feita af uxanum og hrútnum, róuna og það feita á innyflunum og nýrunum og lifrarnetjuna, allt það feita lagði hann á bringuna og uppkveikti það feita á altarinu. En bringunni og þeim hægra bógi veifaði Aron til veifunar fyrir Drottni, líka sem Drottinn hafði boðið Móse.

Og Aron upplyfti sinni hendi til fólksins og blessaði það og gekk so ofan þá hann hafði gjört syndoffrið, brennioffrið og matoffrið. Og Móses og Aron gengu inn í vitnisburðarins tjaldbúð. Og þá þeir gengu út aftur blessuðu þeir fólkið. Þá opinberaði sig dýrð Drottins fyrir öllu fólki því eldurinn kom frá Drottni og uppbrenndi brennifórnina og það feita á altarinu. En sem allur lýðurinn sá það varð hann mjög glaður og féll fram á sínar ásjónur.