IX.

Á þeim fjórða og tuttugasta degi þess sama mánaðar komu Israelissynir til samans með föstu og í sekkjum og höfðu ausið moldu yfir sig. [ Og þeir skildu Israelissæði frá öllum öðrum annarlegum sonum og gengu fram og játuðu sínar syndir og sinna feðra misgjörðir. Og þeir stóðu upp í sinni stöðu og þar var lesið fyrir þeim fjórar reisur um daga í Drottins þeirra Guðs lögmálsbók. Og þeir játuðu sig og tilbáðu fyrir Drottni þeirra Guði fjórum sinnum daga.

Og Levítarnir stóðu upp á gráðunum, sem að voru Jesúa, Baní, Kadmíel, Sebanja, Búní, Serebja, Baní og Kenaní og kölluðu hárri röddu til Drottins þeirra Guðs og þeir Levítar Jesúa, Kadmíel, Baní, Hasabenja, Serebja, Hódía, Sebanja, Petahja og sögðu: [„Standið upp og lofið Drottin yðvarn Guð frá eilífð til eilífðar og lofi þeir þitt dýrðarfulla nafn sem er upphafið með allri blessan og lofgjörð!

Drottinn, þú ert alleina, þú hefur skapað himininn og alla himnnanna himna með öllum þeirra her, jörðina og allt það sem á henni er, sjóinn og allt það í honum er. [ Alla hluti gjörir þú lifandi og himinsins her tilbiður þig.

Þú ert sá Drottinn sem útvaldir Abram og útleiddir hann frá Úr í Kaldealandi og kallaðir hann Abraham. Og þú fannst hans hjarta trúfast fyrir þér og þú gjörðir eitt sáttmál við hann að gefa hans sæði land þeirra Chananiter, Hethiter, Ammoriter, Pheresiter, Jebusiter og Girgositer og þú hefur ent þín orð því þú ert réttlátur.

Og þú sást til eymdar vorra feðra í Egyptalandi og heyrðir þeirra kall hjá því rauða hafi og gjörðir teikn og stórmerki á pharaone og öllum hans þénurum og á öllu fólki í landinu. [ Því að þú vissir drambsemi þeirra sem þeir sýndu þínum lýð. Og þú gjörðir [ honum eitt nafn svo sem það er enn í dag. Og þú í sundurskiptir sjónum fyrir þeim svo þeir gengu þurrum fótum mitt í gegnum sjóinn en kastaðir þeirra ofsóknurum niður í djúpið so sem steini í mikið vatn. [ Þú leiddir þá um daga með einum skýstólpa en um nætur með eldlegum stólpa að lýsa þeim þann veg sem þeir skyldu fara.

Þú stést niður á fjallið Sínaí og talaðir við þá af himninum og gafst þeim réttlætisdóma og eitt rétt lögmál, góð boðorð og setninga. [ Þú kunngjörðir þeim þinn heilagan sabbat, bauðst þeim boðorð, setninga og lögmál fyrir Mosen þinn þénara. Og þú gafst þeim brauð af himnum þá þá hungraði, lést og uppspretta vatn af hellusteini þá þá þysti og talaðir til þeirra að þeir skyldu reisa þangað og eignast landið yfir hvert þú upplyftir þinni hendi og gafst þeim það.

En vorir feður urðu drambsamir og harðsvíraðir svo að þeir vildu ekki hlýða þínum boðorðum. [ Og þeir vildu ekki heyra þau og minntust ekki á þau stóru undur sem þú gjörðir við þá heldur urðu þeir þess þrjóskari og köstuðu upp einu höfði að snúa sér aftur til þeirra þrældóms í þeirra óþolinmæði. En þú, minn Drottinn, fyrirgafst þeim það og varst þeim náðugur, miskunnsamur og þolinmóður af mikilli miskunnsemi og yfirgafst þá ekki. Og þó að þeir gjörðu steyptan kálf og sögðu: Þetta er þinn Guð sem útleiddi þig af Egyptalandi! og gjörðu stóra guðlastan, þó samt yfirgafst þú þá ekki í eyðimörkinni fyri þína miskunnsemi. Og sá skýstólpi veik ekki frá þeim um dagana og vísaði þeim réttan veg og eigi heldur eldsstólpinn um nætur að lýsa þeim á veginn þann sem þeir gengu.

Og þú gafst þeim þinn góðan anda að undirvísa þeim. Og þú vildir ekki taka þitt [ manna frá þeirra munni og þú gafst þeim vatn þá þá þysti. Í fjörutígi ár fæddir þú þá í eyðimörkinni so þá skorti ekkert. Þeirra klæði fyrndust ekki og þeirra fætur bólnuðu ekki. Þú gafst þeim kóngaríki og þjóðirnar og skiptir þeim hingað og þangað svo þeir eignuðust land Síhon kóngsins í Hesbon og land Óg kóngsins í Basan. Og þú fjölgaðir þeirra afkvæmi svo sem stjörnur á himni og þú fluttir þá inn í það land sem þú hafðir lofað þeirra feðrum að þeir skyldu fara þangað og eignast það. Og börnin fóru þangað og tóku landið undir sig. Þú niðurþrykktir þá Chananiter landins innbyggjara fyrir þá og gafst þá í þeirra hendur, þeirra kónga og landsins fólk, svo þeir fóru með þá sem þeir vildu.

Og þeir yfirunnu styrkvar borgir og eitt feitt land og tóku til eignar húsin full af allsháttuðum auðæfum, úthöggna brunna, víngarða, viðsmjörsgarða og aldintré og þeir átu og urðu mettir og feitir og lifðu í lystingum fyrir þína mikla gæsku. [ En þeir urðu óhlýðugir og þrálátir í móti þér og köstuðu þínu lögmáli á bak sér aftur. Og þeir drápu þína spámenn sem vitnuðu fyrir þeim að þeir skyldu snúa sér til þín og gjörðu miklar guðlastanir fyrir þér. Því gafst þú þá í þeirra óvina hendur og þeirra sem þá þjáðu. Og þeir kölluðu til þín á sínum hrellingartíma og þú heyrðir þá af himninum ofan og af þinni mikilli miskunnsemi gafst þú þeim frelsara þá sem þeim hjálpuðu af þeirra óvinahöndum.

En þá þeir voru komnir til sinnar hvíldar sneru þeir sér og gjörðu illt í þínu augliti. Þá yfirgafstu þá í hendur þeirra óvinum, þeir drottnuðu yfir þeim. En sem þeir sneru sér og kölluðu til þín þá bænheyrðir þú þá af himninum og hjálpaðir þeim margar reisur af þinni mikilli miskunnsemi. Þú lést bjóða þeim að þeir skyldu snúa sér til þíns lögmáls. En þeir voru drambsamir og hlýddu ekki þínum boðorðum og syndguðust í móti þínum réttindum (hver ef að maðurinn gjörir þá lifir hann í þeim). Þeir sneru sínu baki frá og þverskölluðust og voru ekki hlýðnir. [ Þetta leiðst þú þeim í mörg ár og lést vitna þeim fyrir þinn anda í þínum spámönnum en þeir tóku það ekki sér til eyrna. Þar fyrir gafstu þá í fólksins hendur í landinu. En sökum þinnar mikillrar miskunnsemdar afmáðir þú þá eigi með öllu og eigi heldur yfirgafst þú þá því að þú ert náðugur og miskunnsamur Guð.

Nú vor Guð, þú mikli Guð, styrkur, hræðilegur, þú sem heldur sáttmálann og miskunnsemi, akta þú eigi lítilsverða alla þá armæðu sem yfir oss er komin og vora kónga, höfðingja, presta, propheta, feður og yfir allt fólkið, frá kóngsins tíma í Assyria og allt til þessa dags. [ Þú ert réttlátur í öllu því sem þú hefur látið yfir oss koma því þú gjörðir rétt en vér höfum verið óguðlegir. Og vorir kóngar, höfðingjar, kennimenn og feður hafa eigi breytt eftir þínum lögum, eigi heldur aktað þín boðorð og vitnisburði sem þú lést votta fyrir þeim. Þeir þjónuðu þér ekki í þeirra ríki og í þínu stóra góssi sem þú gafst þeim og í því víða og feita landi það þú gafst þeim og þeir sneru ekki frá sínu vondu athæfi.

Sjá, vér erum þjónar í dag og í því landi sem þú gafst vorum feðrum að þeir æti land síns ávöxt og gæði, sjá, þar inni eru vér nú þénarar og það margfaldar sínar inntektir kóngunum hverja þú settir yfir oss fyrir vorar syndir. Og þeir drottna yfir vora líkami og fénað eftir sínum vilja og vér erum í stórri neyð. Og í öllu þessu þá gjörum vér eitt statt sáttmál og skrifum það og látum vora höfðingja, Levíta og presta innsigla það.“ [