XII.

Á þeim sama tíma muntu so segja:

Eg þakka þér, Drottinn, að þú vart reiður upp á mig og það þín reiði hefur umvent sér og hugsvalað mér.

Sjá þú, Guð er minn hjálpari, eg em öruggur og óttast ekki. Því að Guð Drottinn er minn styrkur og minn lofsálmur og mitt hjálpræði.

Þér munuð með fagnaði vatnið uppausa úr hjálpræðisins brunnum og munuð segja á þeim sama tíma: Þakki þér Drottni, prédikið hans nafn, gjörið kunna meðal fólksins hans gjörninga, kunngjörið hversu vegsamlegt að er hans nafn.

Lofsyngið Drottni því að hann hefir auðsýnt sig dýrðlegan, það sé heyrumkunnigt í öllum löndum.

Syng lof og vert glöð, þú sem innibyggir í Sión, það Ísraels Hinn heilagi er mikill hjá þér.