Og sá allur almúgi Ísraelssona fór úr eyðimörku Sin sem Drottinn bauð þeim og settu sínar herbúðir í Rafídím. [ Þar fékk fólkið ekkert vatn að drekka. Og þeir þráttuðu við Mósen og sögðu: „Gef þú oss vatn að drekka.“ [ Móses sagði til þeirra: „Því þrátti þér so í gegn mér? Því freisti þér Drottins?“ Og þá fólkið þysti eftir vatninu þá möglaði það í gegn Móse og sagði: „Hvar fyrir léstu oss fara af Egyptalandi til þess að þú lætur nú vor börn og fénað deyja hér af þosta?“ [

Þá kallaði Móses til Drottins og sagði: „Hvað skal ég gjöra við þetta fólk? Innan skamms munu þeir lemja mig grjóti.“ Og Drottinn sagði til hans: „Gakk fram undan fólkinu og tak nokkra af öldungum Ísraelis með þér og tak þinn vönd í þína hönd, með hverjum þú slóst á vatnið, og gakk. Sjá, ég vil þar standa fyrir þér yfir einum steini í Hóreb. Ljóst þú með vendinum á steininn, þá skal renna vatn af honum so að fólkið drekki.“ Og Móses gjörði so fyrir öldungum Ísraelis. Og hann kallaði þann stað Massa og Meríba vegna þráttanar Ísraelissona og þar fyrir að þeir höfðu so freistað Drottins og sagt: „Hvort mun Drottinn vera á meðal vor eða eigi?“ [

Þá kom Amalek og hélt orrustu við Ísrael í Rafídím. [ Og Móses sagði við Jósúa: „Útvel þú oss lið, far út og berst við Amalek en ég vil standa efst uppá fjallinu á morgun og hafa Guðs vönd í minni hendi.“ [ Samú. 15″>[ Og Jósúa gjörði so sem Móses sagði honum og barðist við Amalek. En Móes, Aron og Húr gengu efst uppá fjallið. Og alla þá stund sem Móses hélt sínum höndum upp þá vann Ísrael en þá hann lét sínar hendur niður síga þá vann Amalek. En Móses hendur voru þungar. Þar fyrir tóku þeir eirn stein og létu undir hann og hann setti sig þar uppá. En Aron og Húr studdu hans hendur sinn á hvora hlið og hans hendur mæddust ekki allt til sólarfalls. Og Jósúa lægði Amalek og hans fólk með hvössu sverði.

Og Drottinn sagði til Móse: „Skrifa þú þetta í bók til minnis og bjóð það eyrum Jósúe því að ég vil so afmá Amalek undir himninum að enginn minnist lengur á hann.“ Og Móses byggði þar eitt altari og kallaði það Drottins Nissí. [ Því hann sagði: „Þetta er eitt teikn hjá Drottins hásæti að Drottinn muni berjast mót Amalek frá eirni ættkvísl til annarrar.“