II.

Þetta er það hvað Esaias sonur Amos hann sá yfir Júda og Jerúsalem. [ Á síðustu dögum mun það fjallið sem hús Drottins er upp á [ vissulega verða hærra en önnur fjöll og yfir allar hæðir upphafið verða. Og allar þjóðir munu þangað skunda og margt fólk þangað ganga og segja: „Komið og látum oss fara upp á fjallið Drottins, til hússins Guðs Jakobs so það hann kenni oss sína vegu og það vér göngum í hans fótstígum.“ Því að af Síon mun lögmálið útganga og orð Drottins af Jerúsalem. Og hann mun dæma á meðal heiðinna þjóða og vanda um við margt fólk. Þá munu þeir úr sverðum sínum smíða plógjárn og úr sínum spjótum kornsigði. Því að engin þjóð mun hefja neitt sverð í móti annarri og þaðan af ei læra að berjast. Komi, þér af húsi Jakobs, látum oss ganga í ljósi Drottins.

En þú hefir þitt fólk, það hús Jakobs, fara látið því að þeir frömdu það meir en hinir í uppgöngu sólarinnar og eru dagaútveljendur líka sem Philistei og gjöra mörg annarleg börn. [ Þeirra land er fullt af silfri og gulli og fjársjóða þeirra er enginn endi, þeirra land er fullt með hesta og þeirra vagnar eru óteljanlegir. Og þeirra land er einnin fullt af skúrgoðum, verkin sinna handa þá tilbiðja þeir, það sem þeirra fingur hafa smíðað, þar hneigir sig alþýðan fyrir, þar lítillæta sig fyrir yfirmennirnir, það sama muntu þeim ekki fyrirgefa.

Far þú inn í hellismunna og fel þig í fylsnum jarðar fyrir þeirri ógnan Drottins og fyrir hans dýrðarsamlegu tignarveldi. Því að hvers manns mikillát augu skulu niðurlægð verða og hverjir mikilsháttar menn eru þeir munu hljóta sig að lægja. En Drottinn mun alleina mun hár vera á þeim tíma. Því að dagur Drottins Sebaót mun ganga yfir allt það hið rambsama og það sem hátt er og yfir allt það sem upphafið er so það niðurlægt verði, einnin yfir alla mikla og hátt uppvaxna sedrusviðu í Libanusfjalli og yfir allar stórar eikur í Basan, yfir öll há fjöll og yfir alla stór hálsa og yfir alla há turna og yfir alla fasta múrveggi, yfir öll skip í hafinu og yfir öll kostuleg smíði so það sig hlýtur að beygja hvers sem eins manns upphæð og sig að lítillæta sem mikilsháttar menn eru. Og Drottinn hann mun alleinasta upphefjast á þeim tíma og þeir afguðir munu þá með öllu útgjörðir vera.

Þá munu menn innganga í bjargskorunar og í fylsni jarðarinnar fyri þeirri ógnan Drottins og fyri hans dýrðarsamlega tignarveldi þá eð hann mun taka sig upp til að skelfa jörðina. Á þeim tíma mun hver sem einn í burtkasta sínum silfur- og gullskúrgoðum (hver eð þeir höfðu sér gjöra látið að tilbiðja) í holur moldvarpanna og leðurmúsanna so að hann megi þá innkrjúpa í stein hellanna og bjarskorunar fyrir þeirri ógnan Drottins og fyrir hans dýrðarlegu magtarveldi þá eð hann mun taka sig upp til að skelfa jörðina. [ Hvar fyrir þá víkið frá manninum hvers andardráttur að er í hans nösum því þér vitið ekki hvað mikils hann er metinn.