Og Drottinn sagði til Mósen: „Sjá, ég hefi sett þig til eins Guðs yfir faraónem og Aron þinn bróðir skal vera þinn profete. [ Þú skalt tala allt það ég býð þér. En Aron þinn bróðir skal tala það fyrir faraóne að hann leyfi Ísraelssonum að fara af sínu landi. En ég vil forherða faraónis hjarta svo að ég gjöri mörg tákn og stórmerki í Egyptalandi. Og faraó mun ekki hlýða yður, uppá það ég leggi mína hönd yfir Egyptaland og leiði minn her, mitt fólk Ísraelssonu, af Egyptalandi með stórum dómi. Og þeir egypsku skulu fá að vita að ég er Drottinn nær ég nú útrétti mína hönd yfir Egyptaland og leiði Ísraelissonu burt frá þeim.“

Móses og Aron gjörðu so sem Drottinn bauð þeim. Og Móses var áttatygi ára gamall en Aron þriggja og áttatygi ára gamall þá þeir töluðu við faraónem. [ Og Drottinn sagði til Móses og Aron: „Þegar nú að faraó segir til yðar: Sýnið yðar teikn, þá skaltu segja til Arons: Tak þinn vönd og kasta honum fram fyrir faraónem og mun hann verða að höggormi.“ Þá gengu þeir Móses og Aron inn fyrir faraónem og gjörðu so sem Drottinn hafði boðið þeim. Og Aron kastaði sínum vendi niður fyrir faraóne og fyrir hans þénurum og hann varð að einum höggormi. [ Þá kallaði faraó á sína spekinga og sína galdramenn. Og þeir egypsku galdramenn gjörðu eirnin líka so með sínum særingum. Og hver eirn kastaði sínum vendi frá sér og þeir urðu að höggormum. En Arons vöndur gleypti þeirra vöndu. So forhertist faraónis hjarta að hann hlýddi þeim ekki, so sem Drottinn hafði talað.

Og Drottinn sagði til Móses: „Faraónis hjarta er harnað, ei vill hann leyfa fólkinu burt að fara. Far þú á morgun á fund faraónis. Sjá, hann mun ganga að vatninu. Þú skalt standa gagnvart honum á árbakkanum og tak þann vönd í þína hönd sem varð að höggormi og seg þú til hans: Drottinn, Guð ebreskra manna, sendi mig til þín og hann lætur þér segja: Lofa þú mínu fólki að fara so það megi þjóna mér á eyðimörku. En þú hefur ekki viljað til þessa. Þar fyrir segir Drottinn svo: Þar af þá skaltu merkja að ég er Drottinn: Sjá, ég mun ljósta á vatnið árinnar þessum vendi sem ég hefi í minni hendi og það skal verða að blóði so að fiskarnir í ánni skulu deyja og vatnið skal úlna, so að egypska skal velgja við að drekka af því.“ Og Drottinn mælti við Mósen: „Seg til Arons: Tak þinn vönd og rétt þína hönd út yfir vötnin í Egyptalandi og yfir alla þeirra læki, strauma og stöðuvötn, og yfir allar keldur, að það verði að blóði, og þar skal verða blóð um allt Egyptaland, bæði í trékerum og í steinkerum.“ Móses og Aron gjörðu sem Drottinn hafði boðið þeim og lyftu upp vendinum og ljóstuðu á vatnið árinnar að ásjáanda faraóne og hans þénurum. [ Og allt vatnið árinnar varð þegar að blóði og fiskarnir í ánni dóu og vötnin úlnuðu svo að egypskir menn gátu ekki drukkið vatnið nokkursstaðar úr ánni. Og öll vötn urðu að blóði um allt Egyptaland.

Og þeir egypsku töframenn gjörðu slíkt hið sama með sínum göldrum. Og faraónis hjarta forhertist so að hann hlýddi þeim ekki, so sem Drottinn hafði talað. Og faraó sneri sér og gekk heim og skipaðist ei hans hjarta við þetta. En allir egypskir menn grófu sér brunna eftir vatni tveimmegin árinnar til að drekka. Því þeir gátu ekki drukkið af því vatni sem í ánni var. Og so liðu sjö samfelldir dagar að Drottinn sló vötnin.