XVI.

Vora systur Pheben fel eg yður á hendi, hver að er þjónustukvinna safnaðarins til Cencrea, það þér meðtakið hana í Drottni so sem heilögum hæfir og gjörið henni hjástoð í hverri nauðþurft sem hún kann yðar við að þurfa því að hún hefur mörgum hjástoð veitt og mér sjálfum. [

Heilsið Priscam og Aquilam, mínum hjálparmönnum í Christo Jesú, þeir eð sína hálsa hafa útsett fyrir mitt líf, hverjum ekki alleinasta eg gjöri þakkir heldur allir söfnuðir heiðinnar þjóðar. Og heilsið þeim safnaði sem í þeirra húsi er. Heilsið Epenetum, mínum elskanlegum sá sem að fyrstur er þeirra úr Achaia í Christo. Heilsið Mariam hver mikið erfiði hefur haft með oss. Heilsið Andronico og Junion, mínum náfrændum og sambandingjum, hverjir að frægir eru á meðal postulanna og fyrir mér voru í Christo Jesú. Heilsið Amplian mínum elskulegasta í Drottni. Heilsið Urbano vorum hjálparmanni í Christo Jesú og Stachyn mínum elskanlegum. Heilsið hinum mæta Apellen í Christo. Heilsið þeim sem eru af heimkynnum Aristoboli. Heilsið og mínum frænda Herodionem. Heilsið og þeim sem eru af heimkynni Narcissi í Drottni. Heilsið Triphena og hinum Triphesa, hverjir mikið hafa liðið í Drottni. Heilsið Persida minni elskulegri, hver að mikið hefur liðið í Drottni. Heilsið Rufo hinum útvalda í Drottni og hans móður og minni. Heilsið Asyncriton og Phlegontem, Herman, Patroban, Hermen og þeim bræðrum sem hjá þeim eru. Heilsið Philologum og Julian, Nereum og systur hans og Olimpan og öllum heilögum sem hjá þeim eru. Heilsið hver öðrum yðar á milli með heilögum kossi. Yður heilsa allir Krists söfnuðir.

En eg minni yður á, góðir bræður, að þér hafið gát á þeim sem rugl og hindranir uppbyrja í gegn þeim lærdómi sem þér hafið lært og snúið frá þeim sömum. [ Því að þess háttar menn þjóna eigi Drottni Jesú Christo heldur sínum kviði og fyrir sætleg orð og fagurlegt máltæki tæla þeir hjörtu meinlausra. Því að yðar hlýðni er í bland allra útkomin. Fyrir það fagna eg yfir yður. En eg vil að þér séuð vitrir upp á hið góða og einfaldir upp á hið vonda. En Guð friðarins mun innan skamms sundurmerja þann andskota undir yðra fætur. Náð Drottins vors Jesú Christi sé með yður.

Yður heilsar Tímóteus minn hjálparmann og Lucius og Jason og Sósípater, mínir náfrændur og Tertíus sem þetta bréf skrifaði heilsar yður í Drottni. Yður heilsar Gajus minn og alls safnaðarins húsbóndi. Yður heilsar Erastus, borgarinnar fjárrentuvörður og Quartus bróðir. Náð Drottins vors Jesú Christi sé með yður öllum. Amen.

En honum sem máttugur er yður að styrkja eftir mínu evangelio og prédikan út af Jesú Christo fyrir hverja leyndur dómurinn er uppbirtur sem í frá veraldar upphafi hefur yfir verið þagað en nú opinberaður og auglýstur fyrir Ritningar spámannanna eftir boði eilíflegs Guðs, trúarinnar hlýðni til uppreisingar meðal allra heiðinna þjóða, þeim einusaman Guði sem alleina er vitur sé dýrð fyrir Jesú Krist að eilífu. Amen.

Til Rómverja

sendur af Corintio fyrir Pheben sem þjónustukvinna var safnaðarins til Cencrea