Og Drottinn talaði við Mósen og sagði: „Tala til Ísraelssona og seg þú til þeirra: Þessar eru hátíðir Drottins sem þér skuluð heilagar og mínar hátíðir kalla nær þér til samans komið. [ Sex daga skalt þú erfiða en sá sjöundi dagur er sá mikli heilagi sabbatsdagur á hvörjum þér skuluð koma til samans. Þér skuluð ekkert erfiða á þeim degi því það er sabbatsdagur Drottins í öllum yðar hýbýlum.

Þessar eru hátíðir Drottins sem þér skuluð kalla helgar hátíðir á hvörjum þér komið saman. [ Þann fjórtánda dag í þeim fyrsta mánuði að aftni er páskar Drottins, og sá fimmtándi dagur í sama mánaði er ósýrðra brauða hátíð Drottins. Þá sklulu þér eta ósýrt brauð í sjö daga. [ Sá fyrsti dagur kallast heilagur á meðal yðar, þar sem þér komið til samans. Þá skulu þér öngva vinnu þjóna og þér skuluð færa fórnir Drottni í sjö daga. Sjá sjöundi dagur skal og kallast heilagur á hvörjum þér komið saman, þá skulu þér eigi heldur vinna nokkra erfiðisþjónustu.“

Og Drottinn talaði við Mósen og sagði: „Tala þú til Ísraelissona og seg þú til þeirra: Nær þér komið í það land sem ég mun gefa yður og þér skerið yðart korn, þá skulu þér bera eitt bindini til kennimannsins af frumburði yðar kornskurðar. [ Það bindini skal veifast fyrir Drottni so það sé þakknæmt af yður. En þetta skal presturinn gjöra annan daginn eftir sabbatinn. Þér skuluð og færa Drottni eitt brennioffur þann sama dag sem yðart bindini svo veifast: Eitt lamb sem er án lýta og skal vera ársgamalt, með matoffri, tveimur tíundapörtum hveitisarla, mengað með oleo, Drottni til offurs eins sætleiks ilms, þar til drykkjaroffur eirn fjórða part af einu hín víns. Og þér skuluð ekki eta nýtt brauð, eigi malt, eigi korn, fyrr en þann fyrsta dag þér berið Guði yðart offur. [ Þetta skal vera ein skikkan fyrir yðar eftirkomendur hvar sem helst þér búið.

En þar eftir skulu þér telja frá þeim öðrum degi frá þeim öðrum degi eftir sabbatinn á hvörjum þér berið yðar veifunarbindini fram sjö heila sabbatsdaga, allt til annars dags eftir sjöunda sabbat, sem er fimmtygu daga skulu þér telja og færa Drottni nýtt mataroffur. [ Og þér skuluð offra það í öllum yðar heimilum, sem er tvö veifunarbrauð af tveimur tíundapörtum hveitisarla, sýrt og bakað, Drottni til ins fyrsta ávaxtaroffurs. Og þér skuluð frambera með yðar brauði sjö lömb ársgömul, lýtalaus, og eirn ungan uxa og tvo hrúta. Það skal vera Drottins brennioffur, matoffur og drykkjaroffur, það er offur sætleiks ilms fyrir Drottni.

Síðan skulu þér færa eirn kjarnhafur til syndaoffurs og tvö lömb ársgömul til þakkaroffurs. Þeim skal presturinn veifa með því frumfórnarbrauði fyrir Drottni og með þeim tveimur lömbum. Og það skal vera Drottni helgað og heyra til prestinum. Og þér skuluð bjóða þennan dag, því hann skal kallast heilagur meðal yðar, á hvörjum þér komið til samans. Þér skuluð öngva erfiðisvinnu gjöra. Það skal vera eirn eilífur setningur hjá yður og yðar eftirkomendum á öllum yðar heimilum.

En þegar þér uppvinnið yðart land þá skulu þér ekki með öllu allt korn uppskera af yðrum akri og eigi smásmuglega samansafna, heldur skulu þér láta nokkuð eftir verða handa þeim fátæka og útlenda. Ég er Drottinn yðar Guð.“

Og Drottinn talaði við Mósen og sagði: „Tala þú við Ísraelissonu og seg: þann fyrsta dag í þeim sjöunda mánaði þá skulu þér halda þess heilaga sabbats [ minningarblástur þá þér komið til samans. Þá skulu þér ekkert erfiði vinna og þér skuluð færa Drottni fórnir.“ [

Og Drottinn talaði við Mósen og sagði: „Þann tíunda dag í þeim sjöunda mánaði er sá forlíkunardagur, hann skal kallast helgur hjá yður so þér komið til samans, þá skulu þér þjá yðra líkami og færa Drottni fórnir. [ Og þér skuluð ekki neitt vinna á þeim degi, því það er forlíkunardagur, að þér megið verða forlíktir við Drottin yðar Guð. Því að hvör sem ekki þjáir sinn líkama á þeim sama degi, hann skal afmáður verða frá sínu fólki. Og hvör sem gjörir nokkurt erfiði á þeim degi, þann vil ég afmá frá sínu fólki. Þar fyrir skulu þér ekkert erfiði gjöra. Það skal vera eirn ævinlegur setningur hjá yður og yðar eftirkomendum í öllum yðar hýbýlum. Það er yðar inn mikli sabbatsdagur að þér skuluð þjá yðar líkami. En þann níunda dag í mánaðinum að kveldi skulu þér halda þennan sabbat, frá kveldi og allt til annars kvelds.“

Og Drottinn talaði við Mósen og sagði: „Tala þú við Ísraelissonu og seg: Þann fimmtánda dag í þeim sama sjöunda mánaði er laufskálahátíð í sjö daga fyrir Drottni. [ Sá fyrsti dagur skal kallast heilagur að þér komið til samans og þér skuluð öngva erfiðisvinnu þjóna. Þér skuluð færa fórnir Drottni í sjö daga. Sá áttundi dagur skal og kallast heilagur svo þér komið til samans og þér skuluð færa Drottni yðar fórnir, því það er yðar samkomudagur. Þér skuluð ekkert erfiði vinna.

Og þessar eru nú Drottins hátíðir sem þér skuluð halda heilagt og að þér komið til samans að færa Drottni offur, brennifórnir, matoffur, drykkjaroffur og so önnur offur, hvört á sínum degi, að auk þess sem er Drottins sabbat, og yðar gáfur og lofanir og lostugar gáfur sem þér gefið Drottni.

So skulu þér halda Drottins hátíð þann fimmtánda dag í þeim sjöunda mánaði sjö daga samfleytt þá þér hafið innsafnað yðars árs ávexti af akrinum. Sá fyrsti dagur er sabbat og sá áttundi dagur er og sabbat. [ Og á þeim fyrsta degi skulu þér taka ávöxtinn af þeim fögru aldintrjám, af pálmviðarkvíslum og aldinið af þykkvöxnum eikum og víðir, og verið glaðir fyrir Drottni yðrum Guði í sjö daga. Og þér skuluð halda Drottni þá sömu hátíð sjö daga á árinu. Það skal vera ein eilíf skikkan hjá yðrum eftirkomendum að þeir haldi so þessa hátíð í þeim sjöunda mánaði. Sjö daga skulu þér í laufskálum búa, hvör eirn og einn innbyggjari í Ísrael, hann skal búa í laufskálum, so yðar eftirkomendur megi vita hvörnin ég lét Ísraelssonu búa í landtjöldum þá ég leiddi þá af Egyptalandi. Ég er Drottinn yðar Guð.“ Og Móses sagði Ísraelissonum svoddan Drottins hátíðir.