CXIX.

Sælir eru þeir sem flekklausir lifa, þeir eð ganga út í lögmáli Drottins. [

Sælir eru þeir sem rækilega halda hans vitnisburði, hverjir eð leita hans af öllu hjarta.

Því hverjir eð ganga á hans vegum þeir gjöra engin óréttindi.

Þú hefur boðið vandlega að halda þín boðorð.

Guð gæfi það líferni mitt héldi út af allri alvöru þín réttindi.

Nær eð eg lít alleinasta á þín boðorð þá verð eg ekki til skammar.

Eg þakka þér út af réttu hjarta það þú kennir mér dóma þinnar réttvísi.

Þínar réttlætingar vil eg geyma, yfirgef þú mig ekki að eilífu.

Hvernin fær æskumaðurinn sinn veg gengið óstraffanlega? [ Nær eð hann heldur sig eftir þínum orðum.

Eg leita þín af öllu hjarta, lát mér ekki brest verða á þínum boðorðum.

Eg geymi þín orð í mínu hjarta so að eg syndgaðist ekki á móti þér.

Blessaður sértu, Drottinn, kenn mér þínar réttlætingar.

Meður mínum vörum vil eg framtelja alla dóma þíns munns.

Eg gleð mig af veginum þinna vitnisburða svo sem yfir alls kyns auðæfum.

Eg tala það hvað þú hefur boðið og athuga þína vegu.

Til þinna réttinda hef eg lysting og forgleymi ekki þínum orðum.

Gjör þínum þjón gott til svo eg lifi og varðveiti þín orð. [

Opna þú mín augu svo að eg sjái þær dásemdir í þínu lögmáli.

Eg em einn framandi maður á jörðu, fel ekki þín boðorð fyrir mér.

Sála mín er í sundurkramin af forlenging eftir þínum dómum alla tíma.

Þú straffar hina dramblátu, bölvaðir séu allir þeir sem burtvíkja frá þínum boðorðum.

Burt tak þú frá mér forsmán og fyrirlitning því að eg varðveiti þína vitnisburði.

Höfðingjarnir sitja þar einnin og tala á móti mér en þinn þjón talar út af þínum réttindum.

Eg hefi lysting til þinna vitnisburða, þeir eru mitt ráðuneyti.

Sála mín hún liggur í dufti, endurlífga þú mig eftir þínu orði. [

Eg framtel mína vegu og þú bænheyrir mig, kenn þú mér þínar réttlætingar.

Undirvísa þú mér veginn þinna boðorða, þá mun eg segja út af þínum dásemdum.

Eg grem mig so að mitt hjarta ómættir upp, styrk mig eftir þínu orði.

Tak burt frá mér þann falsleiksins veg og unn mér þíns lögmáls.

Veginn sannleiksins hef eg útvalið, þína dóma þá setti eg fyrir mig.

Eg áheng þínum vitnisburðum, Drottinn, lát mig ekki til skammar verða.

Nær eð þú hugsvalar hjarta mínu þá hleyp eg veginn þinna boðorða.

Kenn þú mér, Drottinn, veginn þinna réttinda so það eg bívari hann allt til enda. [

Gef þú mér skilning það eg haldi þitt lögmál og geymi það af öllu hjarta.

Leið þú mig á veginn þinna boðorða því að eg hefi lysting þar til.

Hneig þú mitt hjarta til þinna vitnisburða og ekki til fjáragirndar.

Frásnú þú augum mínum svo að þau líti ekki eftir ónytsamlegum lærdómum heldur endurlífga þú mig í þínum vegum.

Láttu þinn þjón þín boðorð fastlega halda fyrir þín orð so að eg óttist þig.

Snú þú frá mér þeirri forsmán er eg kvíði við því að þínir dómar eru elskulegir.

Sjá þú, eg girnist þinna boðorða, endurlífga þú mig meður þinni réttvísi.

Drottinn, láttu þína miskunnsemi koma yfir mig, þitt hjálpræði eftir þínu orði [

svo að eg andsvara megi þeim eð mig lasta því að eg treysti upp á þitt orð.

Og svipt eigi í burt af mínum munni orðinu sannleiksins því að eg vona upp á þína dóma.

Þitt lögmál vil eg varðveita alla tíma, um aldur og ævi að eilífu.

Og glaðvær þá geng eg því að eg leita þinna boðorða.

Eg tala af þínum vitnisburðum fyrir konungunum og skömmunst mín ekki.

Eg hefi lysting á þínum boðorðum og þau eru mér allkær.

Og eg hef mínar hendur upp til þinna boðorða því að eg elska þau og tala um þínar réttlætingar.

Minnstu þjóns þíns af orði þínu, á hvert þú lést mig treysta. [

Það er mín huggun í minni læging því að þín orð þau endurlífga mig.

Hinir dramblátu hæða að mér, þó vík eg ekki heldur af þínu lögmáli.

Drottinn, nær eð mér kemur það í hug hvernin þú hefur dæmt í frá veraldarinnar upphafi þá hughreystunst eg.

Eg angrunst allur yfir þeim óguðlega sem þitt lögmál yfirgefa.

Þínar réttlætingar eru mitt lofkvæði í mínu húsi.

Drottinn, á náttarþeli minnist eg þíns nafns og geymi að þínu lögmáli.

Það er minn fésjóður að eg varðveiti þínar boðanir.

Eg hefi sagt, Drottinn: Það skal mitt hlutskipti vera að eg geymi þína vegu. [

Eg grátbæni af öllu hjarta fyrir þínu augliti, vertu mér miskunnsamur eftir þínu orði.

Eg hugleiði mína vegu og sný mínum fótum til þinna vitnisburða.

Eg flýti mér og biðleika ei við til að halda þín boðorð.

Söfnuðirnir hinna óguðlegu þeir [ ræna mig en eg forgleymi þó ekki þínu lögmáli. [

Um miðnættið stend eg upp þér þakkir að gjöra fyrir dómana þíns réttlætis.

Eg samlaga mig viður þá sem þig óttast og þín boðorð varðveita.

Drottinn, jörðin er full þinnar miskunnar, kenn mér þín réttindi.

Drottinn, þínum þjón gjör þú gott til eftir orði þínu. [

Kenn mér mannkosti og visku því að eg trúi þínum boðorðum.

Áður en eg lítillættur varð fór eg villt en nú geymi eg þín orð.

Þú ert ljúfur og góðgjarn, kenn mér þínar réttlætingar.

Hinir dramblátu kveikja upp lygar um mig en eg held af öllu hjarta þín boðorð.

Þeirra hjarta er storkið sem mör en eg hefi lysting á þínu lögmáli.

Það sama er mér fyrir góðu að þú hefur lítillættað mig so að eg læri þín réttindi.

Lögmálið þíns munns er mér ljúfara heldur en þúsund stykki gulls og silfurs.

Hönd þín hefur gjört mig og til samans sett, gef þú mér skilning so að eg læri þín boðorð. [

Þeir sem óttast þig sjá mig og gleðja sig því að eg vona á þín orð.

Drottinn, eg veit það þínir dómar eru réttir og í sannleik þínum lítillættir þú mig.

Þín miskunn hlýtur mín huggun að vera eftir því sem þú hefur þínum þjón fyrirheitið.

Lát þína miskunn koma yfir mig svo að eg lifi því að eg hefi lysting til þíns lögmáls.

Ó það hinir dramblátu mætti til skammar verða, þeir eð með lygunum niðurþrykkja mér, en eg tala af þínum boðorðum,

og að þeir mætti snúast til mín sem þig óttast og þeir eð þekkja þína vitnisburði.

Mitt hjarta það blífur ósaurgað í þínum réttindum svo að eg verði ekki til skammar.

Sálu mína forlengir eftir þínu hjálpræði, eg vona upp á þín orð. [

Mín augu þau langar eftir þínu orði og segja: „Hvenær munt þú hugsvala mér?“

Því að eg em líka sem [ húðarbelgur í reyk uppi, þínum réttlætingum forgleymi eg ekki.

Hversu lengi skal þinn þjón hjara þannin við? Hvenær viltu láta dóm ganga yfir mína ofsóknara?

Hinir dramblátu grafa mér grafir þær sem ekki eru eftir þínu lögmáli.

Þín boðorð eru ekki utan sannleikur, þeir ofsækja mig með lygunum, hjálpa þú mér.

Að mestu þá hafa þeir fyrirfarið mér á jörðu en eg yfirgef ekki þín boðorð.

Endurlífga þú mig fyri miskunnsemi þína so að eg varðveiti vitnisburði þíns munns.

Drottinn, þitt orð blífur ævinlega, svo vítt sem himinninn er. [

Þinn sannleikur varir um aldur og ævi, þú hefur jörðina grundvallað og hún blífur stöðug.

Það sama blífur eftir þínu orði daglega því að allir hlutir hljóta þér að þjóna.

Ef að þitt lögmál hefði ekki mín huggun verið þá hefða eg farist í minni eymd.

Þínum setningum vil eg aldrei gleyma því að þú endurnærir mig meður þeim.

Eg em þinn, hjálpa þú mér því að eg leita setninga þinna.

Hinir óguðlegu sitja um mig svo að þeir fyrirkomi mér en eg gæti að þínum vitnisburðum.

Allra hluti hefi eg séð einn enda en þitt boðorð varir.

Hversu mjög að eg elska þitt lögmál Drottinn? [ Daglegana er mín ræða um það.

Meður þínu boðorði gjörir þú mig hyggnari en mína óvini því eilíflegana þá er það minn fésjóður.

Eg er vísari en allir mínir lærifeður því að þínir vitnisburðir eru mín ræða.

Eg em skynsamari en öldugarnir því að eg varðveiti þín orð.

Eg varna mínum fótum við öllum vondum vegi so eg varðveiti þín orð.

Eg hneigi ekki af þínum dómum því að þú menntar mig.

Þitt orð er mínum munni sætara en hunang.

Þitt orð gjörir mig forsjálan, þar fyrir hata eg alla ranglætisvegu.

Orð þitt er lampi fóta minna og ljós á mínum vegum. [

Eg sver og set mér að halda það að eg vil varðveita dómana þíns réttlætis.

Næsta em eg auðmýktur, Drottinn, endurlífga þú mig eftir þínu orði.

Láttu þér þóknast, Drottinn, það viljanlegt offur míns munns og kenn mér þína dóma.

Mín sála er ætíð í mínum höndum og eg forgleymi þó ekki þínu lögmáli.

Hinir óguðlegu leggja fyrir mig snörur en eg villist ekki frá þínum boðorðum.

Þínir vitnisburðir eru mín eilíf arfleifð því þeir eru míns hjartans unaðsemd.

Eg hneigi mitt hjarta til að gjöra eftir þínum réttlætingum alljafnt og eilíflegana.

Eg hata þá [ fluguanda en elska þitt lögmál. [

Þú ert mín hlíf og skjöldur, á þitt orð þá vona eg.

Víkið frá mér, þér illskufullir, míns Guðs boðorð vil eg halda.

Efl mig fyrir þitt orð svo að eg lifi og lát mig ekki af von minni til skammar verða.

Styrk mig svo að eg hressunst við, þá vil eg alla tíma mína lysting hafa á þínum réttindum.

Þú niðurtreður alla þá sem þínar réttlætingar ónýta því að þeirra svikræði er ekki utan lygð.

Þú í burtfleygir öllum óguðlegum á jörðunni sem öðru sorpi, þar fyrir elska eg þína vitnisburði.

Eg em hræddur fyrir þér svo að mitt hold það skelfur allt, eg hræðunst fyrir þínum dómum.

Eg held með dóminum og réttvísinni, gef mig ekki þeim ofur sem mér vilja ofríki gjöra. [

Vernda þú þinn þjón og hughreyst hann so það hinir dramblátu gjöri mér öngvan yfirgang.

Mín augu þau forlengir eftir þínu hjálpræði og eftir orði þinnar réttvísi.

Gjör þú við þinn þjón eftir miskunn þinni og kenn mér þínar réttlætingar.

Eg em þinn þjón, leiðréttu mig svo það eg meðkenni þína vitnisburði.

Tími er til það Drottinn gjöri þar að, þeir hafa þitt lögmál í sundurslitið.

Þar fyrir elska eg þín boðorð framar en gull, framar en rauða gull.

Þar fyrir held eg greiðuglega allar þínar skipanir, allan falslegan veg hefi eg að hatri.

Vitnisburðir þínir eru dásamlegir, þar fyrir stundar þá sála mín. [

Nær eð þitt orð opinberast þá upplýsir það og gefur skilning smælingjunum.

Eg lýk mínum munni upp og girnist þinna boðorða því að mig forlengir þar eftir.

Líttu til mín og vertu mér miskunnsamur eftir því sem þú ert vanur að gjöra viður þá sem þitt nafn elska.

Greið þú götu mína í þínum orðum og lát engin rangindi drottna yfir mér.

Frelsa mig í frá svikræði mannanna, þá mun eg varðveita þín boðorð.

Láttu andlit þitt lýsa yfir þræli þínum og kenn mér þín réttindi.

Mín augu fljóta í vatni af því að þitt lögmál það verður ei haldið.

Drottinn, réttlátur ertu og þitt orð það er réttferðugt. [

Þú hefur vitnisburðina þíns réttlætis og sannleikinn fastlega boðið.

Eg fyrirfórst að mestu út af umvandan minni, af því það mínir mótstöðumenn [ forgleymdu þínum orðum.

Þitt orð er gagnhreinsað og þinn þjón hann elskar það.

Eg em lítilsháttar og fyrirlitinn en eg gleymi þó ekki þínum boðorðum.

Þitt réttlæti er eitt eilíft réttlæti og þitt lögmál er sannleikurinn.

Angist og neyð hefur snortið mig en eg hefi lysting til þinna boðorða.

Réttlætið þinna vitnisburða er eilíflegt, leiðréttu mig, þá lifi eg.

Eg kalla af öllu hjarta, bænheyr þú mig, Drottinn, því eg héldi þínar réttlætingar. [

Eg kalla til þín, hjálpa þú mér so að eg varðveiti þína vitnisburði.

Árla þá kem eg og kalla, á þitt orð vona eg.

Snemma á morna þá vakna eg so að eg segi út af þínum orðum.

Heyr þú raust mína, Drottinn, eftir miskunnsemd þinni, endurlífga þú mig í þínum dómum.

Mínir illskufullir ofsóknendur vildu til við mig og eru fjarlægir frá þínu lögmáli.

Drottinn, þú ert nálægur og þín boðorð eru ekki nema sannleikurinn.

Þegar í fyrstu þá vissa eg það að þú hefðir þína vitnisburði eilíflegana grundvallað.

Líttu á þjáning mína og frelsa mig því að eg forgleymi ekki þínu lögmáli. [

Legg þú dóm á mitt málefni og frelsa mig, endurlífga þú mig fyrir þitt orð.

Fjarlægt er hjálpræðið þeim óguðlegu því að þeir akta ekki þínar réttlætingar.

Drottinn, þín miskunnsemi er mikil, lífga þú mig eftir réttdæmi þínu.

Mínir ofsóknarar og mótstöðumenn eru margir en eg vík ekki af þínum vitnisburðum.

Eg sé þá forsmánara og það angrar mig að þeir varðveita ekki þín orð.

Sjá þú, eg elska þín boðorð, Drottinn, endurlífga þú mig eftir miskunnsemi þinni.

Þitt orð er ekki annað en sannleikur, allir dómar þinnar réttvísi vara eilíflegana.

Höfðingjarnir ofsækja mig fyrir öngva sök og mitt hjarta er óttaslegið fyrir þínum orðum. [

Eg gleð mig yfir þínu orði svo sem sá eð mikið herfang fær.

Lyginni er eg reiður og hún er mér andstyggileg en þitt lögmál elska eg.

Sjö sinnum á deginum sagða eg þér lof, fyrir dómanna sakir þíns réttlætis.

Mikinn frið hafa þeir sem þitt lögmál elska og þeir fara ekki afvega.

Drottinn, eg vænti þíns hjálpræðis og gjöri eftir þínum boðorðum.

Sála mín varðveitir þína vitnisburði og elskar þá mikillega.

Eg geymi þín boðorð og þína vitnisburði því að allir mínir vegir eru fyrir þér.

Drottinn, láttu mína grátbeiðni koma fyrir þig, leiðréttu mig eftir orði þínu. [

Láttu mína bæn koma fyrir þig, frelsa þú mig eftir orði þínu.

Mínar varir skulu lofsyngja þá eð þú kennir mér þínar réttlætingar.

Mín tunga skal sitt máltæki hafa af þínu orði því að öll þín boðorð eru réttindi.

Þína hönd láttu mér hjástöðu veita því að eg hefi þín boðorð útvalið.

Drottinn, mig forlengir eftir þínu hjálpræði og eg hefi lysting á þínu lögmáli.

Sálu mína láttu lifa so að hún lofi þig og þínir dómar hjálpi mér.

Eg em svo sem [ villtur og fortapaður sauður, leita þú að þínum þjón því að eg forgleymi ekki þínum boðorðum.