V.

Nú vel, þér auðigir, ýlið og æpið yfir yðar vesöldum þeim yfir yður skulu koma. Yðvar ríkidæmi eru úlnuð og klæði yðar eru mölétin, gull yðart og silfur er forryðgað og þeirra ryð mun yður til vitnisburðar vera og mun tæra yðru holdi sem eldur. Þér hafið yður sjóðum safnað á síðustu dögum. Sjáið, að launin verkmannanna þeirra sem yðar akurlönd hafa upp yrkt og hvað þér hafið þá um svikið þau hrópa og það þeirra hróp er komið til eyrna Drottins Sebaót. Þér hafið kræsilega lifað á jörðu og yðar lostasemdir drýgt og kappalið yðar hjörtu svo sem til slátrunardags. Hinn réttláta hafi þér fordæmt og í hel slegið og hann hefur eigi mótstaðið yður.

Fyrir því verið þolinmóðir, kærir bræður, allt upp á tilkomu Drottins. Sjáið, það akurkallinn væntir ágætlegs ávaxtar jarðarinnar, það þolinmóðlega umlíðandi þar til hann fær morgunregn og kveldskúra. Veri þér einnin þolinmóðir og styrkið yðar hjörtu því að tilkoma Drottins er í nánd. Mótblásið ekki hver annan, kærir bræður, svo að þér fordæmist eigi. Sjáið, að dómarinn er fyrir dyrum. Takið, mínir kærir bræður, til eftirdæmis mótgöngunnar og þolinmæðinnar spámennina þeir til yðar hafa talað í nafni Drottins. Sjáið, vér prísum þá sem liðið hafa. Þolinmæði Jobs hafi þér heyrt og ending Drottins hafi þér séð því að Drottinn er miskunnsamur og líknari.

En fram um alla hluti, bræður mínir, þá sverjið hverki við himin né við jörð né nokkurn annan eið. [ En yðar orð sé já það já er og nei það nei er so að þér fallið ekki í hræsni. Hryggist nokkur meðal yðar, sá biðji. En hver í góðu geði er, sá syngi sálma. En hvert sjúkur er, sá kalli til sín öldungana safnaðarins og láti biðja yfir sér og sig viðsmjöri smyrja í nafni Drottins og bænin trúarinnar mun frelsa hinn sjúka og Drottinn mun viðrétta hann og þó hann hafi syndir gjört munu þær hönum fyrirgefast.

Játi hver öðrum sínar syndir og biðjið hver fyrir öðrum það þér heilbrigðir verðið. Því að iðugleg réttferðugs bæn má mikið. Elías var maður líka svo sem vér og hann bað bænar að það skyldi eigi rigna og það rigndi ei yfir jörðina í þrjú ár og sex mánaði. [ Í annað sinn bað hann aftur og himinninn gaf regn og jörðin bar sinn ávöxt.

Kærir bræður, ef að nokkur meðal yðar villist frá sannleikanum og umsnýr hönum einhvör sá skal vita það að hver er syndaranum umsnýr í frá villu hans vegar hefur frelsað önd frá dauða og mun niðri byrgja fjöldann syndanna.