XXVII.

Af skipan dyravörslumanna. [ Á meðal þeirra Choriter var Meselemja son Kóre af sonum Assaf. En synir Meselemja voru þessir: Sá frumgetni Sakaría, annar Jedíael, þriðji Sebadja, fjórði Jatníel, fimmti Elam, sjötti Jóhanan og inn sjöundi Elíóenaí. En synir Óbeð Edóm voru þessir: Sá frumgetni Semaja, annar Jósabad, þriðji Jóa, fjórði Sakar, fimmti Netaneel, sjötti Ammíel, sjöundi Ísaskar, áttundi Pegúltaí. Því Guð hafði blessað hann. Og hans son Semaja gat og sonu hverjir að stjórnuðu í sinna feðra húsi því þeir voru manna [ sterkastir. Svo voru þeir nú synir Semaja Atní, Refael, Óbeð og Elsabad hvers bræður að voru sterkastir menn, Elíhú og Samakja. Þessir allir voru af sonum Óbeð Edóm. Og þeir með þeirra sonum og bræðrum voru sterkir menn og vel skikkaðir til þjónustu og þessir voru tveir og sextígi af Óbeð Edóm.

Meselemja hafði átján syni og bræður, þeir voru manna sterkastir. En Hóssa af sonum Merarí átti sonu: Þann yppasta Simrí því að hann átti ekki frumgetinn son og því setti hans faðir hann til höfðingja, sá annar var Hilkía, þriðji Tebalja, fjórði Sakaría. Allir synir Hóssa og bræður voru þrettán.

Þessi er skipan á dyravarðhaldsmönnunum að varðhaldshöfðingjarnir svo sem þeirra bræður þjóni jafnan í Drottins húsi. Og hlutirnir voru lagðir so vel fyrir þann minnsta sem þann stærsta í þeirra feðra húsi, til hverra portdyra. Sá hlutur í mót austri féll yfir Meselemja. Þar var og kastaður hlutur fyrir hans son Sakaría hver eð var mjög ráðklókur og honum hlotnaðist í mót norðri. En Óbeð Edóm mót suðri og hans sonum hjá húsi Esúpím. Og Súpím og Hóssa mót vestri hjá porti því sem gengið var upp brennioffursins stræti so að vaktin stóð hver hjá annarri.

Í mót austri voru sex af Levítunum. Mót norðri fjórir um daga, móti suðri fjórir um dag. En hjá Esúpím voru tveir og tveir. Hjá Parbar mót vestri fjórir á strætinu og tveir hjá Parbar. Þessi er skipan dyravarðveislumannanna meðal sona þeirra Choriter og sona Merarí.

En af Levítunum var Ahía settur yfir fésjóðu Guðs húss og yfir þá fésjóðu sem helgaðir voru. [ Af sonum Laedan sonar Gerson. Af Laedan voru yppustu feður þeir Jehelither. Og synir Jeheliter voru Setan og hans bróðir Jóel, settir yfir fésjóðu Drottins húss. Af Amramiter, Jezehariter, Hebroniter og Usieliter var Sebúel son Gersón, sonar Móse, höfðingi yfir fjársjóðuna. En hans bróðir Elíeser hafði einn son sem var Rehabja, hvers son var Jesaja, hvers son var Jóram, hvers son var Sikrí, hvers son var Selómít. Sá sami Selómít og hans bræður voru settir yfir allt það heilaga liggjanda fé sem kóng Davíð helgaði og þeir yppustu feður á meðal höfðingja yfir þúsund og yfir hundrað og hershöfðingjarnir. Af stríðinu og af herfanginu höfðu þeir það helgað til þess að endurbæta Drottins hús með. Og allt hvað Samúel sjáandi og Saul son Kís og Abner son Ner og Jóab son Serúja höfðu heilagt gjört og allt það sem helgað var, það var undir Selómít og hans bræðra hendi.

Af Jessehariter var Kenanja og hans synir skikkaðir til þénustu utan til yfir Ísrael, embættismenn og dómarar. [ En á meðal þeirra Hebroniter var Hasabja og hans bræður, þúsund og sjö hundruð merkilegir menn, skikkaðir til þjónustu yfir Ísrael hinumegin Jórdanar mót vestri til allsháttaðrar Drottins þjónustu og að þjóna kónginum. Item, á meðal Hebroníta var Jedía þann yppasti í Hebroniter ætt meðal þeirra feðra. Og á því fertuganda ári Davíðs kóngs þá var leitað og fundnir hraustir menn í Jaesar út í Gíleað. Og þeirra bræður merkilegir að tölu tvö þúsund og sjö hundruð, höfðingjar yfir þeirra feðra húsum. Og Davíð setti þá yfir sonu Rúben og Gað og hálfa Manasse ætt til allra erinda Guðs og kóngsins.