XIIII.

Maðurinn af konunni fæddur lifir stutta stund fullur af armæðu. Hann uppvex sem annað blómstur og fellur af og í burtu líður sem annar skuggi og blífur ekki í sama stað. Og þú upplætur þín augu yfir einn þvílíkan að þú dragir mig í dóm fyrir þig? Hver vill finna hreint í hjá þeim óhreina? Hann hefur sinn tilsettan tíma, hans mánaðartala er í hjá þér, þú hefur sett eitt takmark, yfir það kemst hann ekki. Vík þú frá honum svo að hann megi hafa hvíld þangað til að hans tími kemur eftir hverjum hann bíður sem annar daglaunamaður.

Eitt tré það vonar þó það sé burthöggvið að það muni enn blómgast aftur og þess kvistir láta ei af. Þó að rótin fyrnist í jörðinni og þó stofninn deyi niður að dufti þá blómgast það þó aftur út af vatsins lykt og vex upp líka sem að væri það rótsett niður. En hvar er maðurinn nær eð hann er dauður og fallinn og í burtu? Líka sem vatn er upphleypur af sjónum og so sem önnur vatsrás hver eð í burtu rennur og uppþurrkast, eins líka þá er maðurinn nær eð hann leggur sig og stendur ekki upp og vaknar ei upp aftur svo lengi sem það himinninn blífur og upp vaknar ekki af sínum svefni.

Eg æskta mér heldur að þú hefðir byrgt mig í helvíti þangað til að þín reiði væri af runnin og sett mér eitt takmark til, að þú vildir minnast mín. Þenkir þú að dauður maður muni lifna aftur? Eg vænti daglegana þeirrar stundar á meðan eg stríði þangað til amín umskipting kemur, að þú vildir kalla á mig og eg mætti svara þér og að þú vildir ekki í burt kasta verkinu þinna handa. Því að þú hefur allt til reiðu talið mín fet en eg vilda gjarnan að þú gæfir ekki gætur að mínum syndum. Þú hefur innsiglað minn misgjörning í einum sekk og mínar syndir til samans bundið. Fjallið það hrapar niður og foreyðist svo og eitt hellubjarg það í burt færist úr sínum stað, vatnið afþvær steinana og af vætu dropanna þvæst jörðin í burt en mannsins [ von er glötuð. Því að þú umturnar honum með öllu so að hann fer héðan, þú umbreytir hans veru og lætur hann fara. Eru hans börn í heiðri, það veit hann ekki, elligar að sé þau í lægra haldi þá verður hann þess ei áskynja. Svo lengi sem hann ber kjöt á sér þá hlýtur hann pínu að líða og so lengi sem það hans sála er með honum þá hlýtur hann sorg að bera.“