XLVI.

Heyrið mér, þér af húsi Jakobs og allir hinir eftirblífnu af húsi Ísraels, þér hverja eg ber í mínu lífi og með hverja eg geng. [ Já eg mun bera yður allt til ellidaga og þangað til að þér gráir af hærum verðið. Eg vil gjöra það, eg vil upphefja og bera og frelsa.

Eftir hverjum myndið þér og hverjum samlíki þér mig þá? [ Viður hvern mæli þér mig þeim að eg skuli líkur vera? Þeir hrista gullið úr pungunum og vega þar út silfrið með voginni og gjalda laun gullsmiðnum það hann gjörir einn guð þar út af, fyrir hverjum að þeir hnékrjúpa og tilbiðja. Þeir taka hann upp á herðarnar og bera hann og setja hann á sinn stall. Þar stendur hann og kemst ekki í burt úr sínum stað. Kallar nokkur til hans þá andsvarar hann ekki og hjálpar honum ei í burt úr sinni ánauð.

Minnist þó á þetta og verið staðfastir. Þér misgjörðamenn, hverfið aftur í sjálfs yðar hjarta. Hugsið um það hvað forðum var hinnar fyrri ævinnar því að eg em Guð en enginn annar, sá Guð þess líki að hvergi er, eg sá sem áður til forna kunngjöri það hvað hér eftir á koma skal, áður fyrri en það sker þá segi eg það fyrir. Minn ásetningur stendur stöðugur og eg gjöri allt hvað mér vel þóknast. Eg kalla einn [ fugl úr austrino og einn mann sem mína vild man gjöra úr fjarlægu landi. Hvað eg segi, það framkvæmi eg einnin, hvað eg hugsa það gjöri eg einnin.