VII.

Og eftir það sá eg fjóra engla standa á fjórum hornum jarðarinnar og þeir héldu inni fjórum vindum jarðarinnar so að enginn vindur blés á jörðina né á sjóinn né á nokkurt. [

Og eg sá annan engil uppstíga út af uppgöngu sólarinnar. Sá hafði teikn lifanda Guðs og kallaði hárri röddu til hinna fjögra englanna hverjum gefið er að granda jörðunni og sjónum og sagði: „Grandið ekki jörðunni, eigi sjónum né trjánum, so lengi það vér teiknum þjóna Guðs vors í þeirra ennum!“

Og eg heyrði tölu þeirra sem teiknaðir urðu: Hundrað fjórar og fjörutígir þúsundir sem teiknaðir voru af öllum kynkvíslum Ísraelssona. Af kyni Júda tólf þúsundir teiknaðir. Af kyni Rúben tólf þúsund teiknaðir. Af kyni Gað tólf þúsund teiknaðir. Af kyni Aser tólf þúsund teiknaðir. Af kyni Neftalím tólf þúsund teiknaðir. Af kyni Manasse tólf þúsund teiknaðir. Af kyni Símeon tólf þúsund teiknaðir. Af kyni Leví tólf þúsund teiknaðir. Af kyni Ísaskar tólf þúsund teiknaðir. Af kyni Sabúlon tólf þúsund teiknaðir. Af kyni Jósef tólf þúsund teiknaðir. Af kyni Benjamín tólf þúsund teiknaðir.

Og eftir það leit eg og sjá, að skari mikill, hvern enginn gat talið, af öllum þjóðum og fólki og tungumálum standa frammi fyrir stólnum og frammi fyrir lambinu og umskrýddir hvítum skrúða og pálmaviður í þeirra höndum og kölluðu hárri röddu og sögðu: „Heilsa sé þeim sem á stólnum situr, vorum Guði og lambinu.“ Og allir englar stóðu umhverfis stólinn og kringum öldungana og um kring þau fjögur dýrin og féllu fyrir stólnum fram á þeirra ásjónur og tilbáðu Guð og sögðu: „Amen. Lof og dýrð og speki og þakkir og heiður og kraftur og styrkleiki sé vorum Guði um aldir og að eilífu. Amen.“

Og einn af öldungunum andsvaraði og sagði til mín: „Hverjir eru þessir sem umskrýddir eru hvítum skrúða og hvaðan eru þeir komnir?“ Og eg sagða til hans: „Herra, þú veist það.“ Og hann sagði til mín: „Þessir eru þeir sem komnir eru úr miklum harmkvælum og sinn skrúða þvegið hafa og hvítfágað í blóði lambsins. Af því eru þeir frammi fyrir stóli Guðs og þjóna honum dag og nótt í hans musteri. Og sá upp á stólnum situr mun búa yfir þeim. Eigi mun þá hér eftir hungra né þyrsta og eigi mun yfir þá falla sólarinnar né nokkurs konar hiti því að lambið mitt á stólnum mun stjórna þeim og leiða þá til lifandi vatsbrunna og Guð mun af þvó allan grát af þeirra augum.“ [