LXXIII.

Sálmur Assaf.

Hversu góður Guð er þeim í Ísrael sem eru [ hreinhjartaðir!

En mínir fætur höfðu svo nær sem skeikað, mín fótspor þau höfðu að mestu skriðnað.

Því að það móðgaðist mér viður hina ranglátu þá eð eg sá það að hinum óguðhræddu veitti svo vel.

Því að þeir eru í öngri dauðans hættu heldur standa þeir staðfastir sem önnur höll.

Þeir velkjast ekki í eymdum sem aðrir menn og verða ekki þvingaðir sem aðrir menn.

Þar fyrir hlýtur þeirra dramb kostulegt að vera og það rangt þeir gjöra það hlýtur að kallast vel gjört.

Þeirra [ persóna blæs sig upp sem annar ístrumagi, þeir gjöra hvað helst þeir hugsa.

Þeir óvirða alla hluti og leggja þar till til, níða og tala stórt af hæðinni.

Hvað þeir tala þá hlýtur það af himnum talað að vera, hvað þeir segja það hlýtur á jörðu magt að hafa.

Þar fyrir hlynnir alþýðufólkið að með þeim og rennur að þeim sem vatn

og segja: „Hvað skyldi Guð hirða um þá (hina)? Hvað skyldi sá Hinn hæðsti skeyta um þá?“

Sjá þú, þeir eru hinir óguðhræddu, þeir hafa lukku í veröldinni og verða ríkir.

Skal það þá til einskis vera að mitt hjarta lifir óstraffanlega og að eg þvæ mínar hendur í meinleysinu

og em þvingaður daglegana og mín hegning er alla morna fyrir höndum?

Eg hafði að mestu einnin líka sagt so sem þeir, en sjá þú, þar með þá hefða eg fordæmt öll þín börn sem nokkurn tíma verið hafa.

Eg hugsaði um hann hvert að eg gæti skynjað það en það var mér of þungt.

Allt þar til eg [ gekk inn í helgidóminn Guðs og hugði að þeirra ævilokum.

En þú setur þá upp á hið hála og steypir þeim svo niður í grunn.

Hvernin verða þeir so skyndilega að öngvo? Þeir forganga og taka einn enda með hrelling.

Líka sem annan draum þess eð vaknar, eins gjörir þú, Drottinn, þeirra [ mynd í borginni forsmáða.

En það angrar mig í hjartanu og það stingur mig í mínum nýrum

það eg hlýt einn skiptingur að verða og ekkert að vita og varð so að vera sem önnur skynlaus skefna fyrir þér.

Þó blíf eg samt með jafnaði hjá þér, því að þú styður mig við þína hægri hönd.

Þú leiðir mig eftir þínu ráði og meðtekur mig endilega til æru.

Nær að eg hefi aðeins þig þá hirði eg ekki um himin né jörð.

Þó að einnin mín sála og líf farist af vanmegni þá ertu, Guð, þó alla tíma mitt hjartans traust og mitt hlutskipti.

Því að sjá þú, að þeir sem frá þér snúast munu fyrirfarast, þú glatar þeim öllum sem hóranir drýgja á móti þér.

En það er mín gleði að eg held mig til Drottins, að eg kunngjöri svo öll þín verk.