XXVIII.

Nær eg kalla til þín, Drottinn minn styrkur, þá þeg ekki við mér so að eg verði ekki (ef að þú þegir) líkur þeim sem ofan stíga í undirdjúpin.

Heyr þú rödd minnar grátbeiðni nær eg kalla til þín, þá eð eg upphef mínar hendur til þíns heilaga musteris.

Drag mig ekki í samband við þá hina óguðlegu og í sambland við þá illgjörðamenn, þeir eð sáttsamlega mæla við sinn náunga en hafa hið vonda í hjartanu.

Gjaltu þeim eftir þeirra tilverknaði og eftir þeirrar illskusamlegri breytni, gjald þeim eftir handaverkum þeirra, betala þeim hvað þeir forþénað hafa.

Því að þeir hugleiða ekki verkin Drottins og eigi heldur hans handaverk. Þar fyrir mun hann niðurbrjóta þá og ekki uppbyggja.

Lofaður sé Drottinn því hann hefur heyrt rödd minnar grátbænar.

Drottinn er minn styrkleiki og minn hlífðarskjöldur, á hann vonar mitt hjarta og em eg hólpinn og mitt hjarta það er glaðvært og í mínum lofsöng vil eg honum þakkir gjöra.

Drottinn er styrkleikur þeirra, hann er sá styrkleikurinn sem að hjálpar sínum [ Kristi.

Hjálpa þú þínu fólki og blessa þína arfleifð og gef þeim fæðslu og upphef þá eilíflega.