LXVI.

Svo segir Drottinn: [ Himinninn er mitt sæti og jörðin er mín fótskaur. Hvaða húsi er það þá eð þér viljið mér uppbyggja eða hver er sá staður þar eg skuli hvílast? Mín hönd hefir gjört allt það hvað þar er, segir Drottinn. En eg álít þann hinn fátæka og þann sem hefur sundurknosaðan anda og þann eð hræðist mín orð.

Því að hver hann slátrar nauti, það er jafnt sem hann slægi mann í hel. [ Hver hann offrar einum sauð, þeim er sem hálsbryti hann hund. Hver hann fórnfærir mataroffur, það er sem offraði hann svínablóði. Hver eð minnist þess reykelsis, þa er sem lofi hann [ óréttindin. Svoddan útvelja þeir í sínumv egum og þeirra sála hefir geðþekkni á þeirra svívirðingum. Þar fyrir mun eg einnin útvelja það sem þeir spotta og það hvað þeir hræðast mun eg láta yfir þá koma. Af því að eg kallaði og enginn svaraði, eg talaði og þeir hlýddu því ekki og gjörðu hvað mér illa líkaði og útvöldu það hvað mér þóknaðist ei.

Heyrið orð Drottins, þér sem hræðist hans orð, yðrir brður sem yður hata og þeir eð í burt skilja yður frá sér fyrir míns nafns sakir og segja: „Láttu sjá hversu dýrðarsamlegur Drottinn er, lát hann auðsýnast til yðvarar gleði!“ þeir hinir sömu skulu til skammar verða. Því að þar mun heyrast herópið í borginni, eitt heróp af musterino, eitt heróp Drottins sem endurgeldur sínum óvinum.

Hún verður léttari áður en hún tekur sóttina, hún er hraust orðin eftir sveinbarn áður en hún tekur jóðsjúk að verða. [ Hver hefur nokkurn tíma heyrt svoddan? Hver hefur nokkurn tíma séð slíkt? Hvort kann nokkuð fólkið undir eins fætt að verða áður en landið tekur sóttina? Nú hefur þó Síon fætt sín börn fyrir utan sjúkdóm. Hvort skylda eg þá láta aðra opna móðurkviðinn en sjálfur ekki fæða? segir Drottinn. Skylda eg láta aðra fæða og sjálfur óbyrja vera? segir þinn Guð.

Gleðjið yður með Jerúsalem og verið glaðir yfir henni, þér allir sem hana elskið, fagnið meður henni, þér allir sem hryggvir voruð yfir henni. Því að þar fyrir skulu þér sjúga og saddir verða af brjóstunum hennar huggunar. Þér skuluð og þar fyrir sjúga og yður endurlífga út af þeirri gnægðinni hennar dýrðar. Því að so segir Drottinn: Sjáið, eg útbreiði friðinn hjá henni líka sem annað vatsfall og dýrðina heiðinna þjóða so sem annan yfirfljótanda vatslæk. Þa munuð þér sjúga. Þér skuluð á hliðinni bornir verða og í kjöltunni mun hjúkrað vera að yður. Eg mun hugga yður líka so sem það einhvern huggar hans móðir. Já þér skulið til Jerúsalem endurnærðir verða, þér munuð sjá það saman og yðvart hjarta mun gleðja sig og yðvar bein skulu blómgast sem annað gras. Þá mun þekkjast hönd Drottins viður hans þjóna og reiðin við hans óvini.

Því sjáið að Drottinn mun koma með eldi og hans vagn sem annað stormviðri það hann endurgjaldi í bræði sinnar reiði og hans straff í eldsins loga. Því að Drottinn mun fyrir eldinn og fyrir sitt sverð dæma allt hold og þeir hinir líflátnu af Drottni munu margir vera. Þeir eð sig helga og hreina gjöra í þeim grasgörðunum, einn hér en annar þar, og eta svínakjöt, bölvanir og mýs, þeir skulu allir til samans í burt sviptir verða, segir Drottinn.

Því að eg mun koma og samansafna þeirra verkum og hugrenningum ásamt með öllum heiðnum þjóðum og tungumálum so að þeir komi og sjái mína dýrð. [ Og eg mun gefa eitt teikn á meðal þeirra og nokkra út af þeim sem frelsaðir eru senda til þeirra heiðinna þjóða í burt við sjávarhafið, til Púl og Lúd, til bogmannanna, til Túbal og Javan og langt í burt til eyjanna sem þar hafa ekki neitt út af mér heyrt og þeir eð ekki hafa séð mína dýrð og þeir skulu kunngjöra mína dýrðarvegsemd á meðal heiðinna þjóða. Og þeir munu alla yðra bræður af allsháttuðum þjóðum hér til leiða Drottni til matoffurs, á hestum og vögnum, á börum, á múlum og hlaupdýrum, til Jerúsalem, til míns heilaga fjalls, segir Drottinn, líka so sem Ísraelsbörn færa sínar matfórnir út í hreinum fötum til þess hússins Drottins.

Og eg mun út af þeim sömum taka til kennimanna og Levíta, segir Drottinn. Því að svo sem þá nýi himinn og sú hin nýja jörðin sem eg gjöri stendur fyrir mér, segir Drottinn, líka so skal einnin yðvart sæði og nafn standa. Og allt hold mun hvern mánuð eftir annan og hvern þvottdag eftir annan koma til að biðja fyrir mér, segir Drottinn.

Og þeir munu út ganga og sjá líkami þeirra manna sem misgjört hafa við mig því að þeirra maðkur mun ei deyja og þeirra eldur mun ei útslokkna og þeir munu aullu holdi að viðurstyggingu verða.

Endir prophetans Esaie