I.

Þessir eru orðskviðir Salomonis Israeliskóngs, sonar Davíðs, til að nema speki og tyttan, skilning, hyggindi, réttvísi, dóm og jafnaðargirni, að smábörnin verði klók og ungmennin skynsöm og forsjál.

Hver hygginn er sá hlustar til og betrar sig og sá sem er skynsamur lætur við sig ráða svo hann skilji orðskviðina og þeirra þýðingar, kenningar vísdómsmanna og þeirra eftirlíkingar. Ótti Drottins er [ upphaf lærdómsins, fávísir menn forsmá visku og tyttan.

Son minn, hlýð þú aga föður þíns og yfirgef ekki þinnar móður lögmál því að slíkt er þínu höfði fögur prýði og ein festir á þínum hálsi. [

Son minn, þegar syndugir menn lokka þig, fylg þú þeim ekki. Nær þeir segja: „Far þú með oss, vær viljum umsitja blóð og fyrir saklausan mann snörur leggja, vér viljum gleypa þá lifandi so sem helvíti og fylla hús vor með herfangi. Hættu til með oss, allir vær skulum einn fésjóð eiga“, son minn, gakk þú ekki þann veg með þeim, vara þú þinn fót við þeirra stig. Því að þeirra fætur hlaupa til ills og flýta sér til blóðsúthellingar. Því að til einskis er [ netið að leggja fyrir augu fuglanna, svo og umsitja þeir sjálfir sín á meðal hver annars blóð og einn stundar eftir annars lífi. Svo gjöra allir ágjarnir að hver tekur lífið frá öðrum.

Spekin kallar úti og lætur til sín heyra á strætum, hún kallar í portdyrunum meðal lýðsins, hún talar sínum orðum í borginni: Hversu lengi vilji þér, hinir fávísu, heimskir vera og þér sem eruð háðgjarnir lyst hafa til háðungar og heimskufullir lærdóminn hata? Snúið yður til minnar tyttunar, sjáið, eg vil auglýsa fyrir yður minn anda og mín orð yður kunngjöra.

Á meðan eg kalla afneiti þér, eg framrétti mína hönd og enginn gefur þar gaum að og þér fyrirlítið allt mitt ráð og viljið ekki þola minn aga. [ Því vil eg líka hlæja að yðvarri fordjörfun og spéa yður þegar það kemur sem þér óttist, nær eð yfir yður kemur sem annar stormur það þér óttist og yðar óheill sem annað óveður, þegar angist og neyð yfir yður kemur. Þá munu þér kalla á mig og eg mun ekki svar gefa, þeir munu árla leita að mér og ekki finna, þar fyrir að þeir hötuðu kenningina og ótta Drottins vildu þeir ekki hafa. Ekki sættu þeir mínum ráðum og lýttu alla mína hirting. Því skulu þeir neyta ávaxta sinna vega og af sínum ráðum saddir verða.

Það sem þá inu fáfróðu lystir deyðir þá og farsæld ómildra manna týnir þeim. En hver sá mér hlýðir mun óhræddur vera, hann mun nóg hafa og óttast öngva ólukku.