Nehemías bók

I.

Þessir eru gjörningar Nehemía sem var sonur Hakalía. Það skeði í þeim mánaði kíslef á því tuttugasta ári að eg var á slotinu Súsan. [ Þá kom Hananí, einn af mínum bræðrum, og nokkrir menn með honum frá Júda. Og eg spurða þá að: „Hvernig gengur Gyðingunum sem að frelsaðir eru og eftir eru orðnir af því fangelsi?“ Svo og líka hvernin að til gengi í Jerúsalem. En þeir svöruðu mér og sögðu að þeir sem eftir eru af herleiðingunni, þeir eru þar í landinu í stórri ólukku og fyrirlitningu. Múrveggir Jerúsalem eru niðurbrotnir og staðarins port uppbrennd með eldi. En sem eg heyrði svoddan orð sat eg, grét og syrgði í tvo daga og fastaði og eg baðst fyrir í augliti Guðs á himnum og sagði:

„Drottinn Guð á himnum, þú hinn mikli og hræðilegi Guð sem að heldur sáttmála og miskunn við þá sem elska þig og þín boðorð varðveita, lát þín eyru merkja þetta og að þín augu séu opin so að þú heyrir bæn þíns þénara sem eg bið í augliti þínu dag og nótt fyrir þínum þénörum Ísraelssonum og eg meðkenni margfaldar syndir Israelissona sem vér höfum gjört í móti þér, líka svo eg og míns föðurs hús höfum og syndgast. [ Vér erum og svo fordjarfaðir að vér höfum ekki haldið þau boðorð, bífalningar og réttindi sem þú hefur boðið þínum þénara Mosi.

En minnst þú á það orð sem þú bauðst þínum þénara Móse og sagðir: Nær þér misgjörið og gangið af mínum boðorðum þá vil eg dreifa yður á millum heiðingjanna. En ef þér snúið yður til mín og haldið mín boðorð og gjörið þau – og þó þér væruð útreknir til hins yðsta heimsins enda, þá vil eg þó safna yður saman og færa yður til þess staðar sem eg hefi útvalið hvar að mitt nafn skal búa. [ Þeir eru þó þínir þénarar og þitt fólk hvert þú hefur frelsað með þinni mikilli magt og þinni megtugri hendi. Ó Drottinn, lát þín eyru gætur gefa að bæn þíns þénara og að bæn þinna þénara, þeir sem girnast að óttast þitt nafn, og gef þínum þjón í dag lukku og gef honum miskunn fyrir þessum manni.“ Því að eg var kóngsins skenkjari.