XXIIII.

Hvar fyrir mun tíminn ekki hulinn vera fyrir þeim Hinum almáttuga? Og þeir eð hann þekkja sjá ekki hans daga. Þeir forminnkuðu landamerkin, þeir ræntu hjörðinni og fæða han. Þeir í burt ráku asnana hinna föðurlausu og tóku ekknanna nautfénað til borgunar. Hinir fátæku lutu að rýma fyrir þeim og hinir þurftugu í landinu hlutu að geyma sig. Sjá þú, [ villudýrin í eyðimörkinni ganga út sem þau eru vön, snemma til að ræna og að leita sér bráða til sinna unga. Þeir upp vinna þann akurinn sem ekki er þeirra og plokka þann víngarð sem þeir halda með röngu. Þeir láta hina fatlausu nakta liggja og veita þeim ekki neitt skjól í kuldanum, í frá þeim er þeir tóku þó klæðin. So að þeir hljóta sig að halda í hellum fjallanna nær eð það hretviðrið af fjöllunum kemur yfir þá af því að þeir hafa ekki neitt annað hæli.

Þeir í burt taka barnið af brjóstinu og gjöra það föðurlaust og þeir gjöra fólkið fátækt með sínum panta. Hina nöktu láta þeir klæðlausa ganga og þeir í burtu taka kornið frá þeim hungruðu. Þeir þvinga þá til að gjöra viðsmjör á sjálfs þeirra kvörnum og að troða vínið í sjálfs þeirra vínþrúgum og láta þá þó líða þosta. Þeir láta fólkið í stöðunum andvarpa og það sálir hinna í hel slegnu þær kalla og Guð hann skeytir þeim ekki. Þar fyrir eru þeir affallnir frá ljósinu og þekkja ekki hans vegu og snúa sér ekki aftur á hans veg?.

Morðinginn stendur upp þá eð dagar og myrðir hinn fátæka og hinn þurftuga en á nóttinni er hann sem annar þjófur. Augað hórkallsins gætir að myrkrinu og segir svo: Ekkert auga það sér mig, og þenkir so að hann sé hulinn. Í myrkrinu brýst hann inn í húsið en á daginn fela þeir sig til samans og forðast ljósið. Því nær morgunbirtan kemur þeim þá er hún þeim líka sem annað myrkur því að hann formerkir skelfingina myrkursins. Hann fer svo léttilega í burt héðan sem á öðru vatni, hans góss blífur lítið í landinu og hann [ uppbyggir ekki sinn víngarð. Helvítið sviptir þeim í burt sem syndgast líka svo sem hitinn og þurr veðrið í burt þurrkar snjóvatnið.

Sá miskunnsami mun forgleyma honum, hans lysting mun möðkum vella, hans mun og ekki meir getið verða, hann mun og í sundur brotinn verða sem annar fúinn fauskur. Hann hefur gjört illt þeirri hinni einmana sem óbyrja er og ekkjunum gjörði hann ekki neitt til góða. Hina voldugu lagði hann undir sig með sinni magt. Nær eð hann stendur þá mun þó ekki óhræddur verða um sitt líf. Hann gjörir sjálfum sér einn öruggleik þar eð hann treystir upp á, hans augu sjá þó samt á þeirra gjörning. Þeir eru um litla stund upphafnir og verða að öngu og niðurþrykktir og í eyðilagðir með öllu. Og líka sem þau hæstu öxin á korninu þá munu þeir afslegnir verða. En er það eigi svo? Nú vel, hver vill straffa mig um lygimælgi og sanna það að mitt mál sé einskisvert?“