XXI.

Job svaraði og sagði: [ „Heyrið þá mínu máli og látið ráðleggja yður, umliðið mig það eg megi tala og dárið mig so síðan. [ Hvort hef eg við nokkurn mann orðaspurningar svo að mitt hugskot megi þar af sturlast? Hyggið að mér og mun yður illa álítast svo þér munuð halda yðar höndum fyrir yðar munn. Og nær eg minnist á það þá ofbýður mér það og mitt hold það kvíðir við því. Hvar fyrir þá lifa hinir óguðhræddu, verða gamlir og eignast so mikil auðæfi? Þeirra sæði er so andvaralaust allavegana í kringum þá og þeirra afkvæmi er hjá þeim. Þeirra hús er í friði fyrir óttanum og Guðs hirtingarvöndur er ei yfir þeim. Hans naut þá tíngast og fast ekki fyrir honum, hans kýr hún kelfir og missir ekki síns burðar. Þeirra ungu börn ganga út sem önnur hjörð og þeirra smábörn stökkva upp og leika sér. Þeir skemmta sér með bumbum og hörpum og gleðja sig með pípnahljóðum. Þeir framleiða sína lífdaga í sællífi og skelfast varla eitt [ augabragð fyrir helvíti. Þeim sem þó segja so til Guðs: Vík þú burt frá oss, vér viljum ekki vita af þínum vegum. Hver er sá Hinn almáttugi það vér skyldum þjóna honum eða hverja forbetran höfum vér þar út af þó að vér áköllum hann?

En sjá þú, þeirra góss er ekki út í þeirra höndum, þar fyrir skal sinnið hins óguðlega vera langt frá mér. Hvernin mun sá ljósloginn hins ómilda útslökkvast og þeirra ógæfa yfir þá koma? Hann mun þeim hjartans angri útskipta í sinni reiði. Þeir munu verða sem annað grasstrá fyrir vindi og svo sem annað jarðarduft því eð stórviðrið í burtu feykir. Guð hann fyrirætlar hans börnum bölið, þá nær eð hann vill endurgjalda honum það þá munu þeir fá að vita það. Hans augu munu sjá sína sjálfs fordjarfan og út af grimmdarreiðinni Hins almáttuga mun hann drekka. Því hver mun hafa góða þóknan til hans heimilis eftir hann? Og talan hans mánuðanna mun naumlega hálfnuð blífa. Hver er sá sem hann vill læra Guð, hann hver eð dæmir þá hinu háleitu? Þessi í burt deyr kaskur og heilbrigður, í öllum ríkdómi og hefur fulla nægð. Hans mjólkurkeröld eru full af mjólk og hans bein þau fitna af merg. En hinn annar deyr í burt út í beiskleika sinnar sálu og hefur aldrei með gleði mat etið. Og þeir liggja líka hver með öðrum til samans í moldunni og maðkarnir hylja þá.

Sjá þú, eg þekki yðar hugsanir vel og yðar ranglegt uppsátur á móti mér. Því að þér segið: Hvar er höfðingjans hús og hvar er sú tjaldbúðin hvar hinn óguðhræddi bjó? Þér segið þar út af líka sem annað alþýðufólk og hyggið ekki að því að hvað hinna athæfi merkir. Því að sá hinn illgjarni varðveitist til fordjörfunardagsins og hann blífur til hefndardagsins. Hver vill segja hvað hann hefur forþént nær eð það verður utan til álitið? Hver vill [ launa honum það hann gjörir? Hann mun burtsviptast til grafarinnar og blífa þar í hjá [ fjöldanum (þeirra framliðnu). [ Saurbleytan lækjarins þóknast honum vel og allir menn munu honum eftir fylgja og þeir eru óteljanlegir sem fyrir honum voru. Hvernin hugsvali þér mér so til forgefins? Og yðvar andsvör þau finnast órétt.“